Enski boltinn

Gazidis hættir sem framkvæmdastjóri Arsenal

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gazidis og mennirnir tveir sem taka við af honum, Venkatesham og Sanllehi
Gazidis og mennirnir tveir sem taka við af honum, Venkatesham og Sanllehi vísir/getty
Ivan Gazidis, framkvæmdarstjóri Arsenal, hefur sagt upp störfum hjá félaginu. Hann ætlar að færa sig um set til Ítalíu.

Gazidis hefur unnið fyrir Arsenal síðan árið 2009 en mun láta af störfum í lok október. Hann tekur við stöðu framkvæmdarstjóra hjá AC Milan 1. desember.

Vinai Venkatesham mun taka við stöðu stjórnarformanns og Raul Sanllehi verður yfirmaður fótboltamála hjá Arsenal. Josh Kroenke, sonur meirihlutaeiganda Arsenal, er líklegastur til þess að taka við stöðu Gazidis.

Gazidis sagði það vera „erfiðustu ákvörðun lífs síns,“ að yfirgefa Arsenal en eftir áratug væri kominn tími til þess að fá nýtt blóð inn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×