Skuldabréfaútboði WOW air lýkur í dag. Unnið er að því að afla aukins fjármagns og vonir standa til að heildarstærð skuldabréfaútgáfunnar verði tæplega 60 milljónir evra.
Félagið stefnir að því að sækja allt að þrjú hundruð milljónir dala, eða sem nemur 33 milljörðum króna, í hlutafjárútboði innan 18 mánaða að sögn Skúla Mogensen, eiganda og forstjóra. Þetta segir Skúli í samtali við Financial Times.
Líklegt er að útboði verði vel fagnað af Skúla, enda fagnar hann 50 ára afmæli í dag.
Útboði WOW lýkur í dag

Tengdar fréttir

Skúli vill allt að 33 milljarða innan átján mánaða
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi Wow air, stefnir að því að félagið sæki sér allt að 300 milljónir dollara, um 33 milljarða króna, í hlutafjárútboði innan átján mánaða.

Skúli Mogensen: „Ég hef fulla trú á að við klárum þetta“
Segist hafa unnið dag og nótt að skuldabréfaútboði WOW Air.

WOW nær 50 milljóna evra markinu
Þetta kemur fram í tilkynningu frá WOW Air vegna skuldafjárútboðs flugfélagsins.