Útlit fyrir að snjallsímar verði alfarið bannaðir í grunnskólum Fjarðabyggðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 18. september 2018 07:45 Frá Neskaupstað sem tilheyrir Fjarðabyggð. Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira
Bann við notkun snjallsíma í grunnskólum Fjarðabyggðar verður að öllum líkindum samþykkt á fundi bæjarstjórnar í næstu viku. Bannið kemur að óbreyttu til með að taka gildi um næstu áramót. „Fræðslunefndin hefur afgreitt málið frá sér. Það var tekið fyrir í bæjarráði í dag og samþykkt eftir því sem ég best veit,“ segir Sigurður Ólafsson, formaður fræðslunefndar Fjarðabyggðar. Hingað til hafa símarnir verið notaðir að einhverju leyti við kennslu. Tölvur og snjalltæki sem sveitarfélagið skaffar munu taka við af símunum. Kostnaðargreining á þeim innkaupum mun fara fram á næstu mánuðum og verður gert ráð fyrir kostnaðinum við gerð fjárhagsáætlunar næsta árs. „Með þessu vonumst við til að losna við þá truflun sem fylgir samfélagsmiðlum. Í áliti sem við fengum frá sálfræðingum um efnið kemur fram að símarnir geta valdið truflun á einbeitingu og það sem alvarlegra er þá geta þeir haft áhrif á andlega líðan ungmenna. Það hefði þurft sterk rök til að leyfa notkun þeirra áfram og mér finnst við ekki hafa þau,“ segir Sigurður. Skólastjórnendur í grunnskólum sveitarfélagsins sendu því umsögn sína um hið fyrirhugaða bann. Í því kemur fram að menntun gangi meðal annars út á að vita hvernig á að umgangast tæknina. „Hingað til höfum við verið með samninga við nemendur um snjallsímanotkun og nemendum hefur verið meinað að koma með síma ef þeir brjóta þá,“ segir Eygló Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Grunnskólans á Eskifirði. Hún segir að skiptar skoðanir séu meðal stjórnenda og kennara um bannið. Sumum þyki nóg komið en aðrir telja þetta vera þátt í nútímasamfélagi. Símarnir hafi einnig getað nýst við kennslu. Með leyfi kennara hafi nemendur fengið að hlusta á tónlist eða leita að svörum með tækjunum. „Með nýju persónuverndarlögunum komu inn strangari ákvæði um myndatökur af fólki án vitundar þess. Ég tel að þetta sé einn af þeim þáttum þar sem skólarnir geti komið inn og kennt nemendum hvernig eigi að umgangast tæknina,“ segir Eygló.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Skóla - og menntamál Tækni Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta Sjá meira