Krísufundir vegna Kavanaughs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2018 07:15 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Erlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47