Krísufundir vegna Kavanaughs Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. september 2018 07:15 Nær öruggt hefur verið talið að repúblikanar á Bandaríkjaþingi staðfesti skipan Kavanaugh í Hæstarétt. Óljóst er hvort að ásakanir Ford setji strik í reikninginn. Vísir/EPA Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Brett Kavanaugh, sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt í embætti hæstaréttardómara, kvaðst í gær reiðubúinn til þess að mæta aftur fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar þingsins til þess að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi. Demókratar í dómsmálanefndinni, með Dianne Feinstein í broddi fylkingar, greindu frá því á fimmtudag að þeim hefði borist kvörtun tengd Kavanaugh sem hefði verið vísað áfram til Alríkislögreglunnar (FBI). Kvörtunin kom frá sálfræðiprófessornum Christine Blasey Ford. Ford tjáði sig sjálf um málið á sunnudag. Hún sagði frá því að á níunda áratugnum, þegar Kavanaugh var á framhaldsskólaaldri, hefðu þau verið saman í gleðskap. Kavanaugh hefði þá veist að henni, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni. Framtíð Kavanaughs eftir þessa ásökun er óljós. Repúblikanarnir Jeff Flake og Susan Collins hafa kallað eftir því að atkvæðagreiðslu um tilnefninguna verði frestað en hún á að fara fram á fimmtudag. Feinstein tók undir þetta. „Það er ýmislegt sem við vitum ekki um málið og FBI ætti að fá þann tíma sem þarf til að skoða ný gögn.“ Kavanaugh sótti forsetann heim í Hvíta húsið í gær og fundaði þar um stöðuna. Í kjölfarið gaf forsetaembættið út yfirlýsingu fyrir hönd Kavanaughs þar sem dómarinn ítrekaði fullyrðingar um sakleysi sitt. Debra S. Katz, lögmaður Ford, sagði í viðtali við NBC að Ford væri tilbúin til slíks hins sama. Heitir stuðningsmenn Trumps hafa ráðist að persónu Ford undanfarna daga. Sagt hana ljúga og véfengt tímasetningu ásakananna. Kellyanne Conway, einn helsti ráðgjafi forsetans, sagði í gær að hlusta ætti á málflutning Ford og að árásum gegn henni þyrfti að linna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30 Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10 Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47 Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Innlent Flokki fólksins einum refsað Innlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Fleiri fréttir Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Sjá meira
Vilja fresta atkvæðagreiðslu um Kavanaugh Konan sem hefur ásakað Brett Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi er tilbúin til að bera vitni um ásakanirnar fyrir þingnefnd. 17. september 2018 19:30
Kona stígur fram undir nafni og sakar dómaraefni Trump um kynferðisárás Sálfræðiprófessor í Kaliforníu segir Brett Kavanaugh hafa haldið sér niðri, þuklað á sér og reynt að afklæða sig þegar þau voru á framhaldsskólaaldri. 16. september 2018 18:10
Ætla ekki að draga tilnefningu Kavanaugh til baka Repúblikanar ætla að halda því til streitu að kosið verði um hæfi Brett Kavanaugh hæstaréttardómaraefni Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að gegna embætti dómara við hæstarétt. Kjósa á um hæfi hans á fimmtudaginn. 16. september 2018 22:47