Keli er hinn upprunalegi Harry Potter Stefán Þór Hjartarson skrifar 18. september 2018 09:00 Keli í Agent Fresco var módelið fyrir teikninguna af Harry Potter í fyrstu útgáfu bókarinnar á íslensku. Ég get ekki sagt að þetta hafi haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta er aðallega bara ógeðslega fyndið. Það samt trúir mér aldrei neinn!“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli eins og hann er alltaf kallaður, þegar blaðamaður spyr hann hvernig tilfinningin sé að það sé orðið opinbert að hann sé fyrirmynd Harry Potter á kápu fyrstu bókarinnar um galdrastrákinn sem gefin var út hér á landi. Þeir sem þekkja Kela vita að hann er mikill brandarakall og eiga því erfitt með að trúa sumu af því sem hann segir og er sagan af honum sem fyrirmynd Harry Potter engin undantekning. Borgarbókasafnið skellti þessum fróðleik þó á Facebook-síðu sína á föstudaginn og með fylgdu ótvíræðar sannanir svo að þetta er bara algjörlega komið á hreint núna. Keli segir að hann hafi ekki uppskorið mikla frægð í æsku fyrir að vera módelið á teikningunni.Hér má sjá teikninguna á platta sem pabbi Kela gaf honum og á hinni myndinni er Keli með kápuna innrammaða.„Nei, ég lít ekkert út eins og Harry Potter – ég var bara einhver rauðhærður krullaður gaur. Pabbi minn teiknaði kápuna og ég fékk að vera með honum aðeins í þessu. Þetta var auðvitað bara fyrsta bókin og við vissum alls ekkert hvað þetta væri – þetta var bara bók um einhvern gaur. Ég var bara að leika mér með pabba að búa til einhvern karakter. Bækurnar voru auðvitað ekkert orðnar vinsælar og engar bíómyndir komnar eða neitt.“ Daniel Radcliffe var líklega bara í bleyju þegar Keli sat fyrir á þessari frægu mynd. „Ég vil halda það að hann hafi hannað sitt lúkk eftir þessari mynd af mér.“Þessar útgáfur af Harry Potter og viskusteininum eru núna orðnar gríðarlega sjaldgæfar og raunar safngripir. 1. og 2. prentun ganga kaupum og sölum á internetinu og hægt að fá töluvert fé fyrir. Guðjón Ketilsson, faðir Kela og listamaðurinn bak við myndina, gaf Kela svo upprunalegu myndina, skissurnar og ljósmyndina af honum að sitja fyrir – allt vafalaust eitthvað sem væri hægt að selja rándýrt á réttum stað. Þegar blaðamaður nær á Kela er hann í Sviss þar sem hann er að spila með hljómsveit sinni Agent Fresco. Hann segir túrinn ganga eins og í sögu og að þeir séu að taka gigg á dag. Aðspurður hvernig menn nái sér niður á milli tónleika segir Keli að fyrst hann sé í Sviss sé það aðallega gert með því að fá sér einn rjúkandi bolla af kakódrykknum Swiss Miss. „Þetta gengur miklu betur en við héldum og það er sturlaður fílingur. Við erum líka á flottustu rútu sem ég hef séð í lífinu. Við erum loksins orðnir stjörnur.“ Getur verið að þið hafið fengið svona flotta rútu vegna þess að þú ert hinn upprunalegi Harry Potter? „Já, það var þá! Það var einhver sem sagði að það gengi ekki að Harry Potter væri ekki í flottri rútu,“ segir Keli, eða Harry Potter, hlæjandi.Hér má sjá ljósmyndina sem var notuð sem fyrirmynd að teikningunni og svo hvernig krullurnar voru fjarlægðar af Kela. Rauði liturinn fékk svo loks að víkja og við tók dökkt hár. Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira
Ég get ekki sagt að þetta hafi haft mikil áhrif á líf mitt. Þetta er aðallega bara ógeðslega fyndið. Það samt trúir mér aldrei neinn!“ segir Hrafnkell Örn Guðjónsson, eða Keli eins og hann er alltaf kallaður, þegar blaðamaður spyr hann hvernig tilfinningin sé að það sé orðið opinbert að hann sé fyrirmynd Harry Potter á kápu fyrstu bókarinnar um galdrastrákinn sem gefin var út hér á landi. Þeir sem þekkja Kela vita að hann er mikill brandarakall og eiga því erfitt með að trúa sumu af því sem hann segir og er sagan af honum sem fyrirmynd Harry Potter engin undantekning. Borgarbókasafnið skellti þessum fróðleik þó á Facebook-síðu sína á föstudaginn og með fylgdu ótvíræðar sannanir svo að þetta er bara algjörlega komið á hreint núna. Keli segir að hann hafi ekki uppskorið mikla frægð í æsku fyrir að vera módelið á teikningunni.Hér má sjá teikninguna á platta sem pabbi Kela gaf honum og á hinni myndinni er Keli með kápuna innrammaða.„Nei, ég lít ekkert út eins og Harry Potter – ég var bara einhver rauðhærður krullaður gaur. Pabbi minn teiknaði kápuna og ég fékk að vera með honum aðeins í þessu. Þetta var auðvitað bara fyrsta bókin og við vissum alls ekkert hvað þetta væri – þetta var bara bók um einhvern gaur. Ég var bara að leika mér með pabba að búa til einhvern karakter. Bækurnar voru auðvitað ekkert orðnar vinsælar og engar bíómyndir komnar eða neitt.“ Daniel Radcliffe var líklega bara í bleyju þegar Keli sat fyrir á þessari frægu mynd. „Ég vil halda það að hann hafi hannað sitt lúkk eftir þessari mynd af mér.“Þessar útgáfur af Harry Potter og viskusteininum eru núna orðnar gríðarlega sjaldgæfar og raunar safngripir. 1. og 2. prentun ganga kaupum og sölum á internetinu og hægt að fá töluvert fé fyrir. Guðjón Ketilsson, faðir Kela og listamaðurinn bak við myndina, gaf Kela svo upprunalegu myndina, skissurnar og ljósmyndina af honum að sitja fyrir – allt vafalaust eitthvað sem væri hægt að selja rándýrt á réttum stað. Þegar blaðamaður nær á Kela er hann í Sviss þar sem hann er að spila með hljómsveit sinni Agent Fresco. Hann segir túrinn ganga eins og í sögu og að þeir séu að taka gigg á dag. Aðspurður hvernig menn nái sér niður á milli tónleika segir Keli að fyrst hann sé í Sviss sé það aðallega gert með því að fá sér einn rjúkandi bolla af kakódrykknum Swiss Miss. „Þetta gengur miklu betur en við héldum og það er sturlaður fílingur. Við erum líka á flottustu rútu sem ég hef séð í lífinu. Við erum loksins orðnir stjörnur.“ Getur verið að þið hafið fengið svona flotta rútu vegna þess að þú ert hinn upprunalegi Harry Potter? „Já, það var þá! Það var einhver sem sagði að það gengi ekki að Harry Potter væri ekki í flottri rútu,“ segir Keli, eða Harry Potter, hlæjandi.Hér má sjá ljósmyndina sem var notuð sem fyrirmynd að teikningunni og svo hvernig krullurnar voru fjarlægðar af Kela. Rauði liturinn fékk svo loks að víkja og við tók dökkt hár.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Svona færðu fullnægingu án handa Lífið Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Lífið Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Tíska og hönnun Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Bíó og sjónvarp Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Lífið Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Lífið Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið Fleiri fréttir Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjá meira