Ítarlegt viðtal við Klöru: „Það er margt óljóst í þessu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. september 2018 20:30 Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. Mál Hugins og Völsungs hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Í gær var svo dæmt að leikurinn yrði spilaðu aftur við litla hrifningu Hugins og fleiri í knattspyrnuhreyfingunni. „Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir það að leikurinn skuli leikast að nýju og fyrri leikurinn sé ógildur vegna mistaka dómara á leikvellinum. Dómarinn fór út fyrir sitt starfssvið,” sagði Klara í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. En hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Fyrst fer þetta til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Það kemur þangað innan ákveðins frest sem eru fimm virkir dagar. Völsungur og Huginn fá svo andmælarétt og því er skilað.” „Síðan tekur aga- og úrskurðarnefndin tíma til að skila málinu af sér úrskurði. Því er svo hægt að áfrýja sem fer í ferli innan áfrýjunardómstólsins svo þetta eru tvö dómsstig. Þetta tekur sinn tíma.” Nú spyrja sig margir hvort að KSÍ sé að koma sér í ormagryfju með dómi eins og þessum en því er Klara ekki sammála. „Þetta er dómsniðurstaða. Það er erfitt um það að segja. Áfrýjunardómstóll KSÍ er æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar í dómum eins og þessum. Það er margt óljóst í þessu en nú munum við fara yfir það." Sögusagnir hafa verið um að Huginsmenn muni ekki mæta til leiks á miðvikudaginn. „Það verður að koma í ljós. Það er sem er verra mál núna er að veðurspáin er okkur ekki hliðholl en ég heyrði í Huginsmönnum í gær. Ég skil þeirra málsstað mjög vel.” „Ég skil líka rétt Völsungs. Þeir telja á sér brotið og hafa rétt til að kæra og áfrýja. Það er þeirra réttur í þessu kerfi sem við höfum sjálf samþykkt þannig að þetta verður að koma í ljós.” Ítarlega frétt Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni. Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ, segir að áfrýjunardómstóll KSÍ sé æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar og að félögin hafi kosið þá menn sem sitja þar í stjórn. Mál Hugins og Völsungs hefur vakið mikla athygli undanfarnar vikur. Í gær var svo dæmt að leikurinn yrði spilaðu aftur við litla hrifningu Hugins og fleiri í knattspyrnuhreyfingunni. „Áfrýjunardómstóll KSÍ dæmir það að leikurinn skuli leikast að nýju og fyrri leikurinn sé ógildur vegna mistaka dómara á leikvellinum. Dómarinn fór út fyrir sitt starfssvið,” sagði Klara í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2. En hvers vegna tók þetta svona langan tíma? „Fyrst fer þetta til aga- og úrskurðarnefndar KSÍ. Það kemur þangað innan ákveðins frest sem eru fimm virkir dagar. Völsungur og Huginn fá svo andmælarétt og því er skilað.” „Síðan tekur aga- og úrskurðarnefndin tíma til að skila málinu af sér úrskurði. Því er svo hægt að áfrýja sem fer í ferli innan áfrýjunardómstólsins svo þetta eru tvö dómsstig. Þetta tekur sinn tíma.” Nú spyrja sig margir hvort að KSÍ sé að koma sér í ormagryfju með dómi eins og þessum en því er Klara ekki sammála. „Þetta er dómsniðurstaða. Það er erfitt um það að segja. Áfrýjunardómstóll KSÍ er æðsta vald knattspyrnuhreyfingarinnar í dómum eins og þessum. Það er margt óljóst í þessu en nú munum við fara yfir það." Sögusagnir hafa verið um að Huginsmenn muni ekki mæta til leiks á miðvikudaginn. „Það verður að koma í ljós. Það er sem er verra mál núna er að veðurspáin er okkur ekki hliðholl en ég heyrði í Huginsmönnum í gær. Ég skil þeirra málsstað mjög vel.” „Ég skil líka rétt Völsungs. Þeir telja á sér brotið og hafa rétt til að kæra og áfrýja. Það er þeirra réttur í þessu kerfi sem við höfum sjálf samþykkt þannig að þetta verður að koma í ljós.” Ítarlega frétt Stöðvar 2 má sjá í sjónvarpsglugganum hér ofar í greininni.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55 Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03 Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04 Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Liðsfélaga landsliðsfyrirliðans var ekki hleypt inn í landið Fótbolti McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins Formúla 1 Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
KSÍ skoðar hvort hægt sé að aðstoða Huginn við kostnað vegna Völsungsleiksins Umtalaðasti fótboltaleikur landsins fer fram á Seyðisfirði á miðvikudag er Huginn og Völsungur þurfa að mætast öðru sinni í bænum. Fyrri leikur liðanna, sem fór fram fyrir mánuði síðan, hefur verið dæmdur ógildur. 17. september 2018 14:55
Huginn og Völsungur mætast á miðvikudag Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, staðfesti á heimasíðu sinni í dag endurtekinn leikur Hugsins og Völsungs í 2. deild karla fari fram á miðvikudag. 17. september 2018 13:03
Völsungar segjast hafa fengið hótunarbréf frá KSÍ og að starfsmaður KSÍ hafi kallað þá lygara Forráðamenn Völsungs frá Húsavík bera starfsmönnum KSÍ ekki vel söguna og segja starfsmann sambandsins hafa hrópað í símann að þeir séu lygarar. Svo hafi félagið fengið hótunarbréf frá KSÍ. 13. september 2018 11:04
Leikur Völsungs og Hugins verður leikinn aftur: „Ásakanir um óheiðarleika og hótanir alvarlegar“ Áfrýjunardómstóll KSÍ hefur ákveðið að leikur Völsungs og Hugins í annarri deild karla verði spilaður aftur á Seyðisfjarðavelli. 16. september 2018 17:13