Gríðarlegt tjón varð í brunanum og sendu tvö tryggingafélög frá sér afkomuviðvörun vegna greiðslu bóta eftir brunann.

Frá því hreinsun á svæðinu lauk og búið var að rífa hluta þess til þess að tryggja öryggi hefur nær ekkert verið gert og engin merki um uppbyggingu.
Hirðuleysi er með svæðinu með tilheyrandi sóðaskap og hættu og er það sem eftir stendur af húsinu öllum opið. Eftirlit virðist lítið sem ekkert.
Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.