Glímir við áfallastreituröskun eftir margra ára baráttu við TR Sighvatur Arnmundsson skrifar 17. september 2018 06:00 Öryrkjabandalagið hefur lengi mótmælt ýmiss konar skerðingum sem félagsmenn verða fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira
„Tryggingastofnun hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni á neinu stigi málsins. Ég kom alls staðar að lokuðum dyrum eða í besta falli hálfopnum. Ég væri fyrir löngu komin aftur á vinnumarkað ef samskiptin við Tryggingastofnun hefðu verið betri. Þetta hefur hamlað bata mínum rosalega mikið,“ segir Jóhanna Þorsteinsdóttir sem kvartaði til Umboðsmanns Alþingis vegna skerðinga á lífeyrisgreiðslum. Umboðsmaður skilaði nýverið áliti í máli Jóhönnu þar sem fallist var á sjónarmið hennar og Öryrkjabandalags Íslands sem aðstoðaði hana við málareksturinn sem tók tvö ár. Þar sem Jóhanna hafði búið að hluta til í Danmörku áður en hún fékk örorkumat árið 2013 átti hún ekki rétt á fullum bótum. Til að öðlast fullan rétt þarf viðkomandi að hafa búið í 40 ár á Íslandi á aldrinum 16 til 67 ára. Sé um skemmri tíma að ræða ræðst rétturinn af hlutfalli búsetu einstaklings á Íslandi. Tryggingastofnun reiknaði hlutfall búsetu Jóhönnu á Íslandi rúm 47 prósent sem þýddi að hún átti aðeins rétt á því hlutfalli af örorkulífeyri og tengdum bótum. Fékkst sú niðurstaða með því að framreikna búsetu Jóhönnu til 67 ára aldurs, í sömu hlutföllum og búsetan var fram að örorkumati. Samkvæmt áliti umboðsmanns er Tryggingastofnun ekki heimilt að framreikna búsetutíma með þessum hætti. Í tilfelli Jóhönnu ætti að reikna öll framtíðarár frá fyrsta örorkumati fram til 67 ára aldurs til búsetu á Íslandi. Eins og fyrr segir fékk Jóhanna örorkumat árið 2013 en hún var ósátt við að fá ekki metna örorku aftur í tímann. Svo fór að hún fékk það leiðrétt og miðaðist því upphaf örorku við árið 2011. Það þýddi hins vegar að búsetuhlutfall hennar á Íslandi minnkaði niður í tæp 22 prósent og þar með skertust lífeyrisgreiðslurnar enn frekar. Eftir það sá Jóhanna sér ekki fært að búa lengur á Íslandi og flutti aftur til Danmerkur 2014. Vegna ólíkra reglna um örorkumat átti hún engan rétt í Danmörku en tókst að komast aftur inn á vinnumarkað og fékk í fyrstu hlutastarf en hún er nú komin í fullt starf. „Það er rosalega gott að þetta mál hafi unnist en ég glími samt við áfallastreituröskun vegna þessa máls. Þetta er búið að vera langt ferli og hefur staðið í rauninni alveg frá 2013.“ Þrátt fyrir álit umboðsmanns segist Jóhanna ekki vilja flytja aftur til Íslands. „Ég get alls ekki hugsað mér að flytja heim. Ég er það niðurbrotin gagnvart heimalandinu að hafa farið svona með mig meðan ég gekk í gegnum erfiðleika.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Innlent Fleiri fréttir „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Sjá meira