Telur kerfið fyrir börn í fíkni- og geðvanda hafa versnað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 20:15 Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Móðir drengs sem var með fíkni- og geðvanda er ein af fjölmörgum foreldrum sem upplifa úrræðaleysi í heilbrigðiskerfinu þegar reynt er að finna heildræna meðferð fyrir börnin þeirra. Frá því að hún missti son sinn telur hún kerfið eingöngu hafa versnað. Hún ætlar ásamt hópi fagfólks að koma á fót meðferðarúrræði. Sigurþóra Bergsdóttir missti drenginn sinn eftir að hann tók eigið líf aðeins nítján ára gamall. Í kjölfarið var stofnaður minningarsjóður með það markmið að styðja við úrræði fyrir ungt fólk í vanda. Á morgun hefði sonur hennar orðið 22 ára og annað kvöld verða stofnuð samtök áhuga- og fagfólks um meðferðarsetur fyrir ungt fólk að frumkvæði Sigurþóru. Samtökin stefna á að koma á fót heildstæðu móttöku-, meðferðar- og endurhæfingarúrræði. „Útgangspunkturinn er fyrst og fremst að búa til vettvang og ná saman fólki úr öllum áttum sem er að vinna í þessum málum, hefur áhuga á því að vinna að úrbótum og vill koma með okkur í að vinna flott úrræði fyrir ungt fólk,“ segir hún.Sigurþóra Bergsdþóttir missti son sinn Berg Snæ þegar hann var aðeins nítján ára gamall.Vísir/Stöð 2Úrræðin ekki samnýtt Hún segir ýmsa vankanta á núverandi kerfi. Sonur hennar ánetjaðist fíkniefnum en var líka haldinn áfallastreituröskun og erfitt var að finna úrræði til að takast á við þetta samhliða. Áfallastreitan var grunnur veikinda hans en geðdeild gat ekki unnið með honum nema hann hætti að neyta kannabis. „Sveitarfélögin eru með félagsþjónustuna, ríkið með heilbrigðisþjónustuna, svo eru sjálfstæð félagasamtök sem sjá um fíkniaðstoðina. Það eru allir einhvern veginn að gera sitt og ekki mikið verið að samnýta þessi úrræði,“ segir hún. Sigurþóra segist hafa fengið nóg einn af daginn af öllum þeim fréttum sem berast af ungu fólki sem deyr, dettur út eða finnur ekki meðferðarúrræði. „Ég sjálf missti drenginn minn fyrir tveimur og hálfu ári síðan eftir að við vorum búin að leita leiða til að hjálpa honum innan allra kerfanna. Fengum fullt af alls konar aðstoð og komumst inn í alls konar úrræði en það var aldrei neitt sem passaði. Ég upplifi bara að það hafi ekkert breyst og ástandið hafi frekar versnað en hitt,” segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira