Krefjast breytinga á bótakerfinu: Stjórnvöld verði að mæta kröfum launafólks Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 16. september 2018 13:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR Vísir/Egill Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn. Kjaramál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði í viðtali í Sprengisandi í morgun að ef ekki yrði hlustað á kröfur Verkalýðshreyfingarinnar þá stefnir í hörð átök á komandi vetri. Hann sagði kerfisbreytingar þurfa að eiga sér stað og vísar þá í þær kröfur að lægstu laun verði skattfrjáls og skoða þurfi tekjutengingar barna- og vaxtabótakerfisins. „Varðandi bótakerfin, þegar við erum að gera kjarasamninga og reyna að auka ráðstöfunartekjur fólks, eins og þetta snýst alltaf um. Þegar við erum með tekjutengingar á bótunum eins og hefur verið er ekki hægt að heimfæra þetta eingöngu á stefnu stjórnvalda í það að minnka bætur, það gerist bara sjálfkrafa út af tekjutengingum þar sem þær fylgja ekki launaþróuninni,” segir Ragnar. Hann segir að koma þurfi barnabótakerfinu og húsnæðisstuðningi til þeirra sem þurfa mest á því að halda. „Líka það þegar við erum að semja um launahækkanir og laun almennt. Að við séum ekki að horfa á þessar kaupmáttarkrónur, oft þær fáu sem við náum í gegnum kjarasamninga, vera étnar upp annars staðar í kerfinu. Það er það sem við erum að kalla eftir að breytist,” segir hann. Forystumenn atvinnulífsins hafa ítrekað varað við því ef farið verði fram á of miklar launakröfur muni það leiða til óðaverðbólgu og draga úr kaupmætti. „Ef að þetta er það sem er til skiptanna. Það sem kemur núna frá ríkisstjórninni í gegnum fjárlagafrumvarpið og yfirlýsingar Seðlabanka og atvinnulífsins þá er það ávísun á mjög hörð átök,” segir hann.Hlusta má á kafla Sprengisands sem fréttin snýr að hér að neðan. Þar fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn.
Kjaramál Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Sjá meira