Einar Jónsson: Vorum lamdir út úr leiknum – Þægilegt að dæma gegn okkur Þór Símon Hafþórsson skrifar 15. september 2018 19:15 Einar Jónsson þjálfar nú Gróttu Vísir/Andri Marinó „Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Sjá meira
„Við gáfum allt í þetta. Strákarnir börðust eins og ljón. En við vorum ekki að finna nógu miklar lausnar á vörninni þeirra. 15 mörk skoruð er ekki nóg en 21 mark á sig hlýtur að teljast bara nokkuð gott,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Gróttu, eftir 21-15 tap hans manna gegn Val í kvöld í Olís deild karla í handbolta. Leikurinn var í góðu jafnvægi framan af leik og var staðan 9-9 í hálfleik. Valur tók svo öll völd í þeim seinni og þar var nýji Valsarinn, Róbert Aron Hostert, sem tók yfir leikinn og endanlega kláraði Gróttu „Drengurinn er auðvitað með rosaleg gæði. Hann hjálpar þeim oft í gegnum erfiðustu kaflan. Það er auðvitað þvílíkur munaður að hafa svona mann í liðinu sínu.“ En þrátt fyrir að viðurkenna fúslega að Valur átti skilið að sigra var Einar ekki sáttur með hvernig dómgæslunni var háttað í kvöld. „Við vorum að mínu mati lamdir út úr leiknum og byrjuðum að hörfa. Við erum auðvitað að spila gegn frábæru liði,“ sagði Einar og hélt áfram. „Þegar Siffi er fúll þá er mikið búið að ganga á. Það þarf mikið til. Ég er bara mjög ósáttur með margt í þessum leik og síðasta líka. Við erum litla liðið í öllum leikjum og það er því mjög þægilegt að dæma gegn okkur. Mér finnst við ekki fá sömu meðferð og hin liðin,“ sagði Einar sem var ekki hættur. „Það er meira verið að pæla í hvort við segjum „hey“ eða „ha“ eða hvað það er. En á sama tíma, og þá með fullri virðingu fyrir strákunum í Val sem eru frábærir í handbolta, þá tuða þeir hér allan tíman og það virðist vera í lagi. Á sama tíma fær aðstoðarþjálfarinn okkar gult spjald og ég veit ekki einu sinni fyrir hvað,“ sagði Einar sem vill að jafnt gangi yfir bæði lið. „Þetta er rosalega þreytt. Ef dómarar vilja að við einbeitum okkur af liðinu okkar þá þurfa þeir og eftirlitsmenn líka að einbeita sér að leiknum. Þetta er bara fíflalegt eins og þetta er. Bæði lið voru auðvitað að berjast en það verður að ganga jafnt yfir bæði lið. Það er það eina sem ég fer fram á.“ Einar endaði þó með að hrósa Valsmönnum enda telur hann augljóslega vandamálið vera stærra en bara þessi eini leikur í kvöld. „Ég tek ekkert af Valsmönnum. Þeir áttu skilið að vinna þennan leik.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 21-15 Grótta | Fyrsti sigur Vals Valur vann sex marka sigur á Gróttu í 2.umferð Olís-deildar karla. 15. september 2018 19:30