Leiðin að EM hefst í dag Hjörvar Ólafsson skrifar 15. september 2018 10:00 Blaðamannafundur hjá körfuboltalandsliðinu. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn. Auk fyrrgreindra liða er Belgíu með þeim í forkeppninni. Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, segir að liðin í riðlinum séu áþekk að getu. Portúgal hafi eiginleika sem íslenska liðið þurfi að hafa í huga í leiknum á morgun. Craig virðist hafa rétt fyrir hvað styrk liðanna varðar, en í fyrsta leik forkeppninnar vann Belgía nauman 66-65 sigur gegn Portúgal. „Þetta verða jafnir leikir og það geta öll liðin unnið riðilin að mínu mati. Portúgal er með gott lið skipað leikmönnum sem spila í sterkum deildum, en sá besti spilar í Ítalíu og heitir João Gomes og aðrir hafa reynslu af leikjum í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum. Gomes, þeirra öflugasti leikmaður, er rúmlega tveggja metra hár skotbakvörður og svo eru þeir með annan leikmann sem er afar öflug þriggja stiga skytta," sagði Craig í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að bregðast við því í leikskipulagi okkar að hafa leikmann inni á vellinum sem getur varist honum. Þar gæti Collin Pryor nýst okkur vel, en hann er hávaxinn, snöggur á fótunum og mikill íþróttamaður. Það gæti reynst okkur vel að hafa snögga og kraftmikla leikmenn innanborðs þar sem þeir hafa á að skipa hávöxnu liði og leikmenn liðsins eru ekki mjög snöggir," sagði Craig enn fremur um leikinn. „Við erum með nokkra unga leikmenn og nokkuð óreynda í alþjóðlegum leikjum, en þeir hafa mikinn leikskilning og þrátt fyrir að við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn þá hef ég ekki áhyggjur af því. Leikmenn eins og Martin [Hermannsson], Elvar Már [Friðriðksson] og Hörður Axel [Vilhjálmsson] eru snöggir að meðtaka upplýsingar og lesa leikinn vel. Þetta er svo hópur sem hefur leikið lengi saman og þekkja vel til hvors annars," sagði þjálfarinn um leikmenn sína og undirbúning sinn fyrir leikinn. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta hefur vegferð sína í átt að því að komast í EuroBasket 2021 með því að mæta Portúgal ytra í fyrsta leik liðanna í forkeppni fyrir undankeppni fyrir mótið síðdegis á sunnudaginn. Auk fyrrgreindra liða er Belgíu með þeim í forkeppninni. Craig Pedersen, þjálfari íslenska liðsins, segir að liðin í riðlinum séu áþekk að getu. Portúgal hafi eiginleika sem íslenska liðið þurfi að hafa í huga í leiknum á morgun. Craig virðist hafa rétt fyrir hvað styrk liðanna varðar, en í fyrsta leik forkeppninnar vann Belgía nauman 66-65 sigur gegn Portúgal. „Þetta verða jafnir leikir og það geta öll liðin unnið riðilin að mínu mati. Portúgal er með gott lið skipað leikmönnum sem spila í sterkum deildum, en sá besti spilar í Ítalíu og heitir João Gomes og aðrir hafa reynslu af leikjum í Evrópukeppnum með félagsliðum sínum. Gomes, þeirra öflugasti leikmaður, er rúmlega tveggja metra hár skotbakvörður og svo eru þeir með annan leikmann sem er afar öflug þriggja stiga skytta," sagði Craig í samtali við Fréttablaðið. „Við þurfum að bregðast við því í leikskipulagi okkar að hafa leikmann inni á vellinum sem getur varist honum. Þar gæti Collin Pryor nýst okkur vel, en hann er hávaxinn, snöggur á fótunum og mikill íþróttamaður. Það gæti reynst okkur vel að hafa snögga og kraftmikla leikmenn innanborðs þar sem þeir hafa á að skipa hávöxnu liði og leikmenn liðsins eru ekki mjög snöggir," sagði Craig enn fremur um leikinn. „Við erum með nokkra unga leikmenn og nokkuð óreynda í alþjóðlegum leikjum, en þeir hafa mikinn leikskilning og þrátt fyrir að við höfum stuttan tíma til þess að undirbúa okkur fyrir leikinn þá hef ég ekki áhyggjur af því. Leikmenn eins og Martin [Hermannsson], Elvar Már [Friðriðksson] og Hörður Axel [Vilhjálmsson] eru snöggir að meðtaka upplýsingar og lesa leikinn vel. Þetta er svo hópur sem hefur leikið lengi saman og þekkja vel til hvors annars," sagði þjálfarinn um leikmenn sína og undirbúning sinn fyrir leikinn.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski körfuboltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Sjá meira