Enski boltinn

Íslensku strákarnir í frjálsu falli á FIFA-listanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins.
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins. Vísir/Getty
Hrun íslenska fótboltalandsliðsins á FIFA-listanum mun halda áfram á næsta lista sem verður gerður opinber eftir viku. Eftir úrslit síðustu leikja þarf þetta ekki að koma á óvart.

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta verður í 36. sæti á næsta styrkleikalista FIFA. Alþjóðaknattspyrnusambandið mun birta listann í næstu viku en Mister Chip hefur reiknað út hvaða þjóðir eru í 70 efstu sætunum.

Íslenska landsliðið tapaði báðum leikjum sínum í síðasta glugga, fyrst 6-0 á móti Sviss og svo 3-0 á móti Belgíu. Þessi töp þýða að íslensku strákarnir falla niður um fjögur sæti á listanum.

Spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo birti topp 70 listann í dag og má sjá hann hér fyrir neðan.





Í síðasta lista var tekin upp nýir útreikningar á bak við FIFA-listann og þá féll íslenska landsliðið niður um tíu sæti. Ísland hefur því dottið niður um fjórtán sæti á listanum á síðustu tveimur mánuðum.

Íslenska liðið komst upp í 18. sæti á listanum í febrúar og mars og hefur því dottið niður um átján sæti á aðeins hálfu ári.

Belgar unnu sigra á Skotum og Íslendingum í þessum glugga og það nægir þeim til að ná Frökkum að stigum í toppsæti listans. Í fyrsta sinn verða því tvær þjóðir efstar og jafnar á listanum.

Svisslendingar sem rassskelltu íslenska landsliðið í St Gallen verða áfram í áttunda sæti listans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×