Viðskipti innlent

Stjórnin samþykkir kaup á Ögurvík

Kristín Ólafsdóttir skrifar
HB Grandi kaupir Ögurvík fyrir 12,3 milljarða króna.
HB Grandi kaupir Ögurvík fyrir 12,3 milljarða króna. Vísir/Anton Brink
Stjórn HB Granda hf. hefur samþykkt samning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélaginu Ögurvík ehf. Samningurinn var gerður 7. september síðastliðinn og hefur stjórnin ákveðið að leggja hann fyrir hluthafafund í félaginu til samþykktar. Kaupverð er 12,3 milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HB Granda.

Sjá einnig: HB Grandi kaupir Ögurvík á 12,3 milljarða

Ögurvík ehf. er útgerðarfélag sem gerir út Vigra RE 71, 2.157 tonna frystitogara. Ögurvík hefur rekið útgerð frá Reykjavík í meira en hálfa öld, en Vigri RE er eitt kvótahæsta fiskiskip íslenska flotans, að því er segir í tilkynningu. Rekstrartekjur Ögurvíkur á árinu 2017 voru 2.197 milljónir króna.

Þá segir jafnframt í tilkynningu að boðað verði til hluthafafundar innan skamms, þar sem kaup á Ögurvík verða lögð fyrir.

Viðskiptin eru háð samþykki Samkeppniseftirlitsins og verða kaupin fjármögnuð með eigin fé og lánsfjármagni. Hlutabréfin verða afhent við greiðslu kaupverðs.


Tengdar fréttir

Hagnast um 900 milljónir við söluna

"Þetta eru skynsamleg kaup fyrir HB Granda,“ segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda, um kaup útgerðarinnar á Ögurvík af Brimi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×