Matvöruverslun aha vex um 70-80% milli mánaða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. september 2018 20:30 Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. Netverslun á Íslandi vex nú tvöfalt hraðar en venjuleg verslun samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sú grein sem vex lang hraðast er netverslun með matvörur sem óx um 170% milli ára enda hafa fjölmargar nýjar matvörunetverslanir verið opnaðar á síðustu misserum.Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha.Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir þessa þróun eiga eftir að hafa mikil áhrif á verslunarstörf. „Þessi skýrsla segir að verslunarstörf eins við þekkjum þau í dag, að þeim muni fækka. En það er ekki þar með sagt að þeim muni fækka sem vinni í verslun. Heldur eðli starfanna mun breytast," segir Andrés Magnússon og bætir við að störfin verði sérhæfðari með aukinni tækniþróun.Í skýrslunni segir að ef höfð sé hliðsjón af varlegustu spám um framtíð verslunarstarfa í Noregi megi gera ráð fyrir að hlutfall vinnuafls í verslun fækki hér á landi úr 13% í 12% af heildarvinnuaflinu á næstu tólf árum. Það eru eru um tvö þúsund störf. Til dæmis er bent á sjálfsafgreiðslukassa sem krefjist færri starfsmanna en þurfi í hefðbundnar verslanir. Ein þeirra verslana sem stendur fremst í netverslun með mat á Íslandi er aha. Framkvæmdastjóri segir vöxtinn mjög öran. „Ég held að vöxturinn í þessu hjá okkur sé svona 70-80% á milli mánaða. Við hófum fyrst að bjóða þetta fyrir tveimur árum með verslunum Iceland og Nettó kom í kjölafrið líka og í dag erum við með 10 veitingastaði sem við erum líka ða keyra út fyrir," segir Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha. Fyrirtækið nýtir í dag tvo dróna sem fara með allt að fimm matarsendingar á dag og stefnir á frekari vöxt. „Þó þetta sé mikil stækkun milli ára er þetta enn lítið brot af verslun á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera," segir Helgi. Neytendur Tengdar fréttir Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Netverslun með matvörur jókst um 170% á milli ára. Framkvæmdastjóri aha sem er farinn að senda mat heim að dyrum með drónum segir aukninguna um 70% í hverjum mánuði. Þessi bylting á eftir að gjörbreyta störfum í verslunargeiranum segir framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu. Netverslun á Íslandi vex nú tvöfalt hraðar en venjuleg verslun samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar. Sú grein sem vex lang hraðast er netverslun með matvörur sem óx um 170% milli ára enda hafa fjölmargar nýjar matvörunetverslanir verið opnaðar á síðustu misserum.Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha.Framkvæmdastjóri samtaka verslunar og þjónustu segir þessa þróun eiga eftir að hafa mikil áhrif á verslunarstörf. „Þessi skýrsla segir að verslunarstörf eins við þekkjum þau í dag, að þeim muni fækka. En það er ekki þar með sagt að þeim muni fækka sem vinni í verslun. Heldur eðli starfanna mun breytast," segir Andrés Magnússon og bætir við að störfin verði sérhæfðari með aukinni tækniþróun.Í skýrslunni segir að ef höfð sé hliðsjón af varlegustu spám um framtíð verslunarstarfa í Noregi megi gera ráð fyrir að hlutfall vinnuafls í verslun fækki hér á landi úr 13% í 12% af heildarvinnuaflinu á næstu tólf árum. Það eru eru um tvö þúsund störf. Til dæmis er bent á sjálfsafgreiðslukassa sem krefjist færri starfsmanna en þurfi í hefðbundnar verslanir. Ein þeirra verslana sem stendur fremst í netverslun með mat á Íslandi er aha. Framkvæmdastjóri segir vöxtinn mjög öran. „Ég held að vöxturinn í þessu hjá okkur sé svona 70-80% á milli mánaða. Við hófum fyrst að bjóða þetta fyrir tveimur árum með verslunum Iceland og Nettó kom í kjölafrið líka og í dag erum við með 10 veitingastaði sem við erum líka ða keyra út fyrir," segir Helgi Már Þórðarson, framkvæmdastjóri aha. Fyrirtækið nýtir í dag tvo dróna sem fara með allt að fimm matarsendingar á dag og stefnir á frekari vöxt. „Þó þetta sé mikil stækkun milli ára er þetta enn lítið brot af verslun á Íslandi. En þetta er eitthvað sem er komið til að vera," segir Helgi.
Neytendur Tengdar fréttir Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38 Mest lesið AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Innkalla eitrað te Neytendur Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Sjá meira
Innkaupakerra framtíðarinnar greinir þarfir viðskiptavina Verður sjálfkeyrandi og með skjá. 12. febrúar 2018 19:38