Herða árásir á Google Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2018 11:56 Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn. Vísir/AP Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki. Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Íhaldssami fjölmiðillinn Breitbart hefur birt myndband þar sem æðstu yfirmenn Google kvarta yfir kjöri Donald Trump, sem forseta Bandaríkjanna. Myndbandið er frá fundi í kjölfar kosninganna 2016 en fyrirtækið heldur reglulega fundi sem eru streymdir til allra starfsstöðva fyrirtækisins um heiminn.Birting myndbandsins fellur vel inn í herferð Repúblikana og bandamanna þeirra í fjölmiðlum Bandaríkjanna til að sýna fram á meinta mismunun tæknifyrirtækja gagnvart íhaldsmönnum.Meðal þess sem fram kemur í myndbandinu er að Sundar Pichai, framkvæmdastjóri Google, og Ruth Porat, fjármálastjóri Alphabet, móðurfélags Google, voru ósátt með kjör Trump og Sergey Brin, einn af stofnendum Google, sagðist vera miður sín og að sigur Tump færi gegn helstu gildum Google. Brin, sem fluttist til Bandaríkjanna frá Sovétríkjunum sem barn, ýjar einnig að því að fylgjendur Trump séu fasistar. Þá sagði starfsmannastjóri fyrirtækisins að hann hefði rætt við íhaldssama starfsmenn Google sem fannst óþægilegt að ræða skoðanir sínar innan fyrirtækisins. Hann hvatti starfsmenn til að virða skoðanir annarra. Forsvarsmenn fyrirtækisins svöruðu einnig spurningum starfsmanna á fundinum og margar þeirra voru um kosningarnar og ýmis málefni sem Trump hafði fjallað um í kosningabaráttunni. Þar má nefna málefni innflytjenda, samkynhneigðra og hlutleysi internetsins. Um tíu þúsund starfsmenn Google eru ekki bandarískir ríkisborgarar og var einnig fjallað um hvaða áhrif kosningarnar myndu gætu haft á þá. Talskona Google, sagði í kjölfar birtingar myndbandsins að um hefðbundinn umræðufund hafi verið að ræða þar sem sumir starfsmenn Google hafi sagt frá eigin skoðunum í kjölfar róstusamra kosninga. Hún sagði einnig að myndbandið sýni að enginn hafi sagt neitt sem sýni fram að Google stundaði þöggun gagnvart íhaldsmönnum.Trump sjálfur veittist að Google á Twitter í síðustu viku og sakaði fyrirtækið um þöggun. Það tísti byggði á umdeildri bloggfærslu. Í kjölfarið af tístinu, þar sem Trump velti vöngum yfir því hvort að Google væri að brjóta gegn lögum, sagði Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, að Hvíta húsið hefði Google „til skoðunar“. Hann fór hins vegar ekkert nánar út í það.Sjá einnig: Hvíta húsið með Google til skoðunar eftir kvartanir Trump á TwitterBrad Parscale, kosningastjóri Trump fyrir kosningarnar 2020 ,tísti um málið í gærkvöldi og gaf í skyn að Google væri ógn gagnvart lýðræði í Bandaríkjunum. Þá kallaði hann eftir því að þingnefndir rannsökuðu Google..@google needs to explain why this isn’t a threat to the Republic. Watch the video. Google believes they can shape your search results and videos to make you “have their values”. Open borders. Socialism. Medicare 4 all. Congressional hearings! Investigatehttps://t.co/jlbSgMMrLT — Brad Parscale (@parscale) September 12, 2018 Þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn sem íhaldsmenn gagnrýna Google fyrir að þagga niður í þeim. James Damore, fyrrverandi starfsmaður fyrirtækisins, hefur höfðað mál gegn Google fyrir mismunun. Hann var rekinn í fyrra eftir að hafa dreift mjög svo umdeildu minnisblaði í höfuðstöðvum fyrirtækisins. Þar gagnrýndi James Damore „vinstri sinnaða“ menningu fyrirtækisins og hélt því fram að líffræðilegar ástæður fyrir því að konur væri verri forritarar og starfsmenn en menn í tæknigeiranum og kvartaði hann yfir fjölbreytileika innan Google.Sjá einnig: Segja Google mismuna hvítum og íhaldssömum körlumÍ umfjöllun Guardian segir að ljóst sé að umfjöllun Breitbart sé ekki í anda við tón fundar starfsmanna Google. Þrátt fyrir það sé ljóst að umfjöllunin muni verða vatn á myllu íhaldsmanna í Bandaríkjanna í deilum þeirra við tæknifyrirtæki.
Bandaríkin Donald Trump Google Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent