Íþróttavöruverslunin GG Sport hefur ákveðið að innkalla klifurbelti af gerðinni Appollo frá framleiðandanum Grival. Prófanir leiddu í ljós að beltin geta rifnað við notkun.
Neytendastofa framkvæmdi prófanirnar í samræmi við samevrópskt átaksverkefni um skoðun klifurbúnaðar. Á vef Neytendastofu kemur fram að fyrrnefnd Appolo-klifurbelti hafi verið meðal þeirra sem könnuð voru.
Niðurstöður prófunarinnar leiddu í ljós að hætta var á að beltin gætu rifnað. Þegar niðurstöður voru ljósar ákvað GG Sport að innkalla vöruna strax.
Á vef Neytendastofu segir jafnframt að GG Sport hyggist endurgreiða viðskiptavinum klifurbeltin og er þeim ráðlagt að hafa samband við verslunina.
„Neytendastofa hvetur þá sem eiga Apollo klifurbelti frá Grival að hætta strax notkun þeirra.“
Hætti strax að nota gölluð klifurbelti
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið


Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana
Viðskipti erlent


Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk
Viðskipti erlent

Verðfall á Wall Street
Viðskipti erlent

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent



Lækkanir í Asíu halda áfram
Viðskipti erlent