„Rétti tíminn til að breyta til“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. september 2018 11:15 Álfrún Pálsdóttir hefur verið ritstjóri Glamour í fjögur ár. Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“ Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason er á forsíðu Glamour sem kemur í búðir í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem karlmaður prýðir forsíðu blaðsins en þetta er síðasta blað ritstjórans, Álfrúnar Pálsdóttur. Hún er hætt sem ritstjóri tímaritsins og kveður Skaftahlíðina eftir tólf ára veru. „Eftir fjögur ótrúlega lærdómsrík og líka krefjandi ár hjá Glamour fannst mér núna vera rétti tíminn til að breyta til. Ég var 23 ára þegar ég mætti blaut á bakvið eyrun á ritstjórn Fréttablaðsins og því búin að starfa í fjölmiðlum í 12 ár. Unnið með frábæru fólki, verið með marga yfirmenn og tekið viðtöl við fólk frá öllum þjóðfélagshópum. Fjölmiðlar hafa líka tekið stakkaskiptum á þessum árum sem hefur verið gaman að taka þátt í,“ segir Álfrún sem telur að nú sé kominn tími á nýja áskorun og skilur hún blaðið eftir í góðum höndum hjá góðu teymi. „Þegar ég var að skila þessu síðasta blaði mínu hugsaði ég með mér „it´s been hell of a ride“ - sem það hefur verið. Rússíbani eiginlega. Í einu orði verð ég að segja lærdómsríkur. Að fá tækifæri til að koma út nýju tímariti og vörumerki á Íslandi í samstarfi við alþjóðlegan útgáfurisa, Condé Nast, hefur verið gríðarlega skemmtilegt ferli. Læra eitthvað nýtt á hverjum degi og berja niður veggi nánast á hverjum degi. Í átt að því markmiði að búa til sterkt vörumerki sem vinnur þvert á prent og vef með öfluga nærveru á samfélagsmiðlum, sem í seinni tíð hefur skipt sköpum. Ég held að mér hafi tekist það með hjálp frábærs teymis. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið þetta tækifæri.“ Það kom Álfrúnu mest á óvart þegar hún tók við starfinu á sínum tíma hvað skilafresturinn á blaðinu kemur alltaf aftan að manni. „Ég var svo vel skóluð frá Fréttablaðinu þegar ég fór yfir á Glamour og orðin vön daglegum skilum að ég hugsaði með mér þá að mánaðarskil gætu nú ekki verið mikið stress, að ég gæti lesið yfir hvern texta 100 sinnum og aldeilis tekið mér tíma í fínpússa öll smáatriði nokkrum sinnum fyrir skil. En það reyndist vera ansi mikið vanmat hjá mér og því það má segja að skilastress sé óhjákvæmilegt. Alla daga.“En hvað tekur við? „Það er alveg óráðið. Ég er rétt að lenda eftir skilin á síðasta blaði og planið er að ná aðeins andanum og líta í kringum mig.“
Fjölmiðlar Vistaskipti Mest lesið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Kim féll Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Fleiri fréttir Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Sjá meira