Tvöfaldur Ólympíumeistari lamaðist á æfingu: „Ég lærði að það er í lagi að gráta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. september 2018 08:30 Kristina Vogel verður í hjólastól það sem að eftir er. vísir/getty Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla. Aðrar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira
Kristina Vogel er einn besti innanhúshjólreiðamaður seinni tíma en hún vann bæði gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012 og í Ríó árið 2016. Hún keppir ekki aftur í íþróttinni sem hún elskar því að hún varð fyrir skelfilegu slysi á æfingu í lok júní á þessu ári sem varð til þess að hún lamaðist og er nú í hjólastól. „Það stóra í þessu var að læra að það er í lagi að gráta. Ég var aldrei týpan sem að grét mikið, sérstaklega ekki þegar að ég vann gullverðlaunin. Ég grét aldrei,“ segir Vogel í viðtali við BBC.Vogel með gullið í Ríó.vísir/gettyMænan í sundur „Stór hluti fjölskyldu minnar og vina hafði aldrei séð mig gráta. En það er í lagi að gráta og líða illa út af þessu. Þetta er slæmt. Ég mun aldrei ganga aftur. Stundum hringi ég í vini mína og við grátum saman í nokkrar mínútur en svo þverra ég tárin og við höldum áfram,“ segir Vogel. Það var 26. júní á þessu ári á hefðbundinni æfingu í Cottbus í Þýskalandi sem að líf Kristinu Vogel breyttist að eilífu. Hraðinn í innanhúshjólreiðum er gífurlegur og lenti hún í árekstri við hollenskan hjólreiðagarp á 65 kílómetra hraða. Höggið varð til þess að mænan á Vogel klipptist í sundur við sjöunda hryggjarlið og afleiðingarnar hefðu vart getað verið verri.Kristina Vogel var ein sú besta.vísir/gettyAllt svart „Þetta var venjulegur dagur. Við vorum búin að undirbúa ýmislegt vegna afmælis Max Levys félaga míns. Ég var að æfa með öðrum liðsfélaga mínum, Pauline Grabosch. Hún var á undan mér, síðan fór hún af stað og síðan man ég ekki meira. Allt verður svart,“ segir Vogel. „Ég rankaði við mér á brautinni og hugsaði bara: „Andaðu, andaðu.“ Skórnir voru teknir af mér og ég fann ekki fyrir fótunum.“ „Ég missti mig ekkert. Ég bað Max Levy bara um að halda í höndina á mér. Ég var hræddari við að vera ein en að geta aldrei gengið aftur. Ég vildi bara að einhver væri hjá mér. Það er kannski svolítið heimskulegt, eða hvað?“ segir Kristina VogeL. Á mögnuðum ferli varð Kristna Vogel tvöfaldur Ólympíumeistari og þá vann hún ellefu heimsmeistaratitla.
Aðrar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sjá meira