Vill að Ísland verði fyrirmynd annarra í loftslagsmálum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 13. september 2018 07:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég sé fyrir mér að umverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem vitnisburðar um metnað ríkisstjórnarinnar í málaflokknum – áætlun sem vísa á veginn í átt að markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og til endanlegs kolefnishlutleysis. „Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði Katrín. Hún sagði sókn í uppbyggingu samfélagslegra innviða halda áfram í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýting sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði í málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. „Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.“ Katrín sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði sett í forgang að takast á við kynbundið ofbeldi. Sérfræðingahópur hefði skilað af sér verkáætlun vegna baráttu gegn slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu munu rata á borð Vísinda- og tækniráðs og nýrrar framtíðarnefndar Alþingis. Katrín gerði heilbrigðismálin einnig að umtalsefni og sagði sjúklinga hér á landi hafa þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. „Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stefnuræðu forsætisráðherra heldur rýra og fátt um fyrirheit inn í framtíðina. „Brellumeistarar og umbúðahönnuðir stjórnarflokkanna hafa hér haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til raunverulegra umbóta,“ sagði Þorgerður. Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki tekið höndum saman um gjörólíka hugmyndafræði, heldur um „kyrrstöðu og völd“. „Litla ríkisstjórnarbarnið sem við hefðum svo gjarnan viljað sjá koma í heiminn og ná þessari breiðu skírskotun um stór og mikilvæg mál, var í raun aldrei neitt meira en hugmynd,“ sagði Þorgerður. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Ég sé fyrir mér að umverfis- og loftslagsmál verði eitt af flaggskipum okkar utanríkisstefnu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í stefnuræðu sinni á Alþingi í gærkvöldi. Hún vísaði til nýkynntrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum sem vitnisburðar um metnað ríkisstjórnarinnar í málaflokknum – áætlun sem vísa á veginn í átt að markmiðum Parísarsamkomulagsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda og til endanlegs kolefnishlutleysis. „Við Íslendingar höfum sett okkur það markmið að verða kolefnishlutlaus ekki seinna en árið 2040 og þessir fyrstu áfangar sýna gjörla að okkur er full alvara með því verkefni,“ sagði Katrín. Hún sagði sókn í uppbyggingu samfélagslegra innviða halda áfram í nýju fjárlagafrumvarpi – innspýting sem sé langt umfram það sem nokkur stjórnmálaflokkur boðaði í málaflokkinn fyrir síðustu kosningar. „Um leið er tíminn góður þar sem spár gera ráð fyrir minni hagvexti á komandi árum og því tækifæri fyrir hið opinbera til að koma með innspýtingu.“ Katrín sagði jafnframt að ríkisstjórnin hefði sett í forgang að takast á við kynbundið ofbeldi. Sérfræðingahópur hefði skilað af sér verkáætlun vegna baráttu gegn slíku ofbeldi. Þá kvaðst Katrín hafa ákveðið að láta vinna greiningu á áskorunum vegna fjórðu iðnbyltingarinnar. Niðurstöður þeirrar vinnu munu rata á borð Vísinda- og tækniráðs og nýrrar framtíðarnefndar Alþingis. Katrín gerði heilbrigðismálin einnig að umtalsefni og sagði sjúklinga hér á landi hafa þurft að greiða meira fyrir heilbrigðisþjónustu en annars staðar á Norðurlöndum. „Fyrstu skrefin í því að lækka þennan kostnað voru stigin nú um mánaðamótin þegar dregið var úr kostnaði aldraðra og öryrkja við tannlækningar sem er löngu tímabær og mikilvæg aðgerð.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, sagði stefnuræðu forsætisráðherra heldur rýra og fátt um fyrirheit inn í framtíðina. „Brellumeistarar og umbúðahönnuðir stjórnarflokkanna hafa hér haft meira að segja en pólitískar hugsjónir og metnaður til raunverulegra umbóta,“ sagði Þorgerður. Nú sé ljóst, að mati Þorgerðar, að ríkisstjórnarflokkarnir hafi ekki tekið höndum saman um gjörólíka hugmyndafræði, heldur um „kyrrstöðu og völd“. „Litla ríkisstjórnarbarnið sem við hefðum svo gjarnan viljað sjá koma í heiminn og ná þessari breiðu skírskotun um stór og mikilvæg mál, var í raun aldrei neitt meira en hugmynd,“ sagði Þorgerður.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira