Biðla til bankanna Hörður Ægisson og Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. september 2018 08:18 Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Vísir/Vilhelm Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – skoða nú hugsanlega aðkomu sína að útboðinu en ákveði þeir að leggja WOW air til það fjármagn sem upp á vantar eru vonir bundnar við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þurfa að lána flugfélaginu, þannig að lágmarki útboðsins verði náð, en að sögn kunnugra er um að ræða milljarða króna. Bankastjórar bankanna funduðu með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, á skrifstofum síðastnefnda félagsins í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, sem hófst í lok síðasta mánaðar, en Arctica Finance hefur hjálpað flugfélaginu við að kynna útboðið fyrir innlendum fjárfestum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja að stjórnendur og ráðgjafar WOW air hafi orðið bjartsýnni um framgang útboðsins eftir því sem leið á gærdaginn en unnið er að því að ljúka útboðinu – með markaðsfjármögnun – fyrir helgi. Stjórn WOW air fundaði jafnframt stíft um stöðu mála í turninum við Höfðatorg frá morgni til kvölds í gær. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, og lögmaður flugfélagsins, Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hafi setið fund í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins síðla gærdagsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en til marks um það spá greinendur Pareto því að félagið skili tapi upp á 3,3 milljarða króna í ár. Ekkert lát er á hækkun olíuverðs, en olíukostnaður er næststærsti kostnaðarliður flugfélagsins, og hefur hækkunin numið yfir 11 prósentum á undanförnum fjórum vikum. Fulltrúar stjórnvalda fylgjast náið með stöðunni en þeir funduðu vegna málefna WOW air um síðustu helgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur sagt mikilvægt að stjórnvöld skoði afleiðingar þess að flugfélögin yrðu fyrir áföllum. Hins vegar standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Stjórnendur og ráðgjafar WOW air ræða nú við forsvarsmenn stóru bankanna þriggja um mögulega aðkomu þeirra að fjármögnun flugfélagsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Einn af þeim möguleikum sem flugfélagið skoðar nú af alvöru er að leita liðsinnis bankanna til þess að tryggja að lágmarksstærð yfirstandandi skuldabréfaútboðs félagsins, sem er jafnvirði um 5,5 milljarða króna, verði náð. Bankarnir þrír – Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn – skoða nú hugsanlega aðkomu sína að útboðinu en ákveði þeir að leggja WOW air til það fjármagn sem upp á vantar eru vonir bundnar við að aðrir fjárfestar taki þátt í útboðinu, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki liggja fyrir staðfestar upplýsingar um hve mikið fjármagn bankarnir þurfa að lána flugfélaginu, þannig að lágmarki útboðsins verði náð, en að sögn kunnugra er um að ræða milljarða króna. Bankastjórar bankanna funduðu með stjórnendum WOW air og fulltrúum Arctica Finance, ráðgjafa flugfélagsins, á skrifstofum síðastnefnda félagsins í turninum við Höfðatorg eftir hádegi í gær. Norska verðbréfafyrirtækið Pareto hefur yfirumsjón með skuldabréfaútboðinu, sem hófst í lok síðasta mánaðar, en Arctica Finance hefur hjálpað flugfélaginu við að kynna útboðið fyrir innlendum fjárfestum. Viðmælendur Fréttablaðsins, sem þekkja vel til stöðu mála, segja að stjórnendur og ráðgjafar WOW air hafi orðið bjartsýnni um framgang útboðsins eftir því sem leið á gærdaginn en unnið er að því að ljúka útboðinu – með markaðsfjármögnun – fyrir helgi. Stjórn WOW air fundaði jafnframt stíft um stöðu mála í turninum við Höfðatorg frá morgni til kvölds í gær. Þá herma heimildir Fréttablaðsins að Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi WOW air, og lögmaður flugfélagsins, Páll Rúnar Mikael Kristjánsson, hafi setið fund í húsakynnum Samkeppniseftirlitsins síðla gærdagsins. Ekki hafa fengist upplýsingar um efni fundarins. Rekstrarumhverfi WOW air hefur versnað til muna undanfarið en til marks um það spá greinendur Pareto því að félagið skili tapi upp á 3,3 milljarða króna í ár. Ekkert lát er á hækkun olíuverðs, en olíukostnaður er næststærsti kostnaðarliður flugfélagsins, og hefur hækkunin numið yfir 11 prósentum á undanförnum fjórum vikum. Fulltrúar stjórnvalda fylgjast náið með stöðunni en þeir funduðu vegna málefna WOW air um síðustu helgi. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur sagt mikilvægt að stjórnvöld skoði afleiðingar þess að flugfélögin yrðu fyrir áföllum. Hins vegar standi ekki til að ríkið hlaupi undir bagga. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildu ekki tjá sig um málið. Ekki náðist í Þórdísi Kolbrúnu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira