Hróp gerð að ráðherrum við þingsetningu Heimir Már Pétursson skrifar 11. september 2018 20:00 Við þingsetninguna í dag. Vísir/Vilhelm Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag. Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Alþingi var sett í dag með hefðbundnum hætti. Að lokinni messu í dómkirkjunni setti forseti Íslands þingið en í ávarpi sínu gerði forsetinn fullveldið að umtalsefni. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza forsetafrú mættu stundvíslega til athafnarinnar og samkvæmt hefð tóku forseti Alþingis og skrifstofustjóri á móti forsetahjónunum fyrir fram alþingishúsið. Klukkan hálf tvö gengu síðan biskup Íslands, forsetahjón og flestir þingmenn til messu í Dómkirkjunni. En aðstandendur Hauks Hilmarssonar sem hvarf í Sýrlandi gerðu hróp að ráðherrum á leið til kirkju. Þar var meðal annars hrópað: „Katrín Jakobsdóttir við gleymum engu. Þín bíða hefndir. Guðlaugur Þór troddu mannréttindaráðinu upp í rassgatið á þér.” Hópur úr stjórnarskrárfélaginu hafði hins vegar hægt um sig en hélt á spjöldum sem minntu þingmenn á nýju stjórnarskrána. Að stuttri messu lokinni var síðan haldið í þinghúsið þar sem forseti Íslands minntist þess að á þessu ári fagna Íslendingar því að öld er liðin frá því landið fékk fullveldi frá Dönum árið 1918. Almenningur nyti réttinda og lífsgæða sem fólk hefði vart látið sig dreyma um fyrir hundrað árum. „Um leið vitum við hins vegar af ærnum vanda, kvíða og vanlíðan meðal of margra, ungra sem aldinna, álagi og kulnun í starfi, misnotkun lyfja og vímuefna, stundum með hörmulegum afleiðingum,” sagði Guðni. Forsetinn minntist á Stefán Karl Stefánsson leikara og baráttumann sem lést í sumar og spurði hvers virði fullveldið væri ef fólki liði illa. Stefán Karl hafi sagt að glíma við illvígan sjúkdóm opnaði augu fólks, bæði þeirra veiku og aðstandenda þeirra. „Maður dustar vitleysuna í burtu og horfir svolítið á kjarna lífsins,” vitnaði forsetinn í Stefán karl og bætti við; „sem við ættum öll að gera.” Þó bæri að varast að nota stóráföll eins til að segja öðrum að sætta sig við minni vanda. „En margt má samt læra af æðruleysi af þessu tagi, gildismati. og lífsviðhorfi. Og þegar við horfum saman fram á veg berum við vonandi gæfu til að takast á við hin þungvægu verkefni en staldra ekki um of við álitamál sem falla svo með réttu í gleymskunnar dá,” sagði Guðni Th. Jóhannesson meðal annars í ávarpi sínu til þingmanna í dag.
Alþingi Ríkisstjórn Tengdar fréttir Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00 Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Bjarni sagði að áfram yrði svigrúm til útgjaldavaxtar með því að losa um eignir ríkisins í fjármálafyrirtækjum Ekki hægt að viðhalda jafn miklum útgjaldavexti á næstu árum vegna minni hagvaxtar 11. september 2018 10:00
Guðni brýnir fyrir þingmönnum að huga að því sem máli skiptir Þingmenn ættu að hætta að karpa um keisarans skegg. 11. september 2018 15:28