„Í kvöld kl. 19 munum við loka verslun okkar í síðasta skipti. Það hefur verið frábært að vera hluti af hverfinu undanfarin fimm ár og það sem stendur upp úr er allt frábæra fólkið sem við höfum kynnst á leiðinni, starfsfólkið okkar og viðskiptavinir,“ segir í færslunni sem birt var síðdegis í dag. Þá er viðskiptavinum verslunarinnar þakkað fyrir viðskiptin í gegnum árin.
Eins og áður segir opnaði fyrsta verslunin undir merkjum Kjöts og fisks árið 2014 að Bergstaðastræti 14 í miðborg Reykjavíkur. Þá var önnur verslun opnuð við Garðatorgi í Garðabæ en sú lokaði fyrr á þessu ári.
