Loftmengun stærsta heilsufarsógnin í Evrópu Kjartan Kjartansson skrifar 11. september 2018 11:07 Eiffel-turninn í mengunarmistri yfir París. Vísir/Getty Ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa brugðist í að bregðast við loftmengun sem er nú stærsta umhverfislega ógnin við lýðheilsu í álfunni. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Endurskoðunarréttar Evrópu þar sem einnig kemur fram að reglu um loftmengun í álfunni séu mun slakari en heilsufarsviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Áætlað er að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum um 400.000 Evrópubúa á hverju ári. Endurskoðunarrétturinn, sem hefur eftirlit með fjárlögum Evrópusambandsins, segir að auk þess sem reglur ríkjanna séu of rúmar framfylgi flest þeirra þeim ekki. Endurskoðunarrétturinn kallar eftir því í skýrslu sinni að löggjöf sambandsins um loftgæði verði samræmd heilbrigðisviðmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Núverandi reglur eru sagðar leyfa allt að tvöfalt meiri styrk svifryks í lofti en WHO telur öruggan, að því er segir í frétt The Guardian. Janusz Wojciechowski, aðalendurskoðandi réttarins, bendir á að loftmengun valdi ótímabærum dauða fleiri en þúsund Evrópubúa á hverjum degi og meira en 1% af öllum dauðsföllum í álfunni. Það er sé tíu sinnum fleiri dauðsföll en af völdum umferðarslysa. „Evrópusambandið ætti að gera loftmengun að forgangsmáli. Við vonum að það verði gert á næsta fjárlagatímabili,“ segir hann. Umhverfismál Tengdar fréttir Indverskar borgir þær menguðustu á jörðinni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að sjö milljónir manna deyi af völdum loftmengunar á ári. Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti. 3. maí 2018 07:37 Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Dauði telpu rakinn til ólöglegs styrks loftmengunar í London Sjúkrahúsinnlagnir og astmaköst níu ára stúlku sem lést árið 2013 hittust oft á við toppa í loftmengun í borginni. 4. júlí 2018 12:47 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Ríkisstjórnir Evrópuríkja hafa brugðist í að bregðast við loftmengun sem er nú stærsta umhverfislega ógnin við lýðheilsu í álfunni. Þetta er niðurstaða nýrrar skýrslu Endurskoðunarréttar Evrópu þar sem einnig kemur fram að reglu um loftmengun í álfunni séu mun slakari en heilsufarsviðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Áætlað er að loftmengun valdi ótímabærum dauðsföllum um 400.000 Evrópubúa á hverju ári. Endurskoðunarrétturinn, sem hefur eftirlit með fjárlögum Evrópusambandsins, segir að auk þess sem reglur ríkjanna séu of rúmar framfylgi flest þeirra þeim ekki. Endurskoðunarrétturinn kallar eftir því í skýrslu sinni að löggjöf sambandsins um loftgæði verði samræmd heilbrigðisviðmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Núverandi reglur eru sagðar leyfa allt að tvöfalt meiri styrk svifryks í lofti en WHO telur öruggan, að því er segir í frétt The Guardian. Janusz Wojciechowski, aðalendurskoðandi réttarins, bendir á að loftmengun valdi ótímabærum dauða fleiri en þúsund Evrópubúa á hverjum degi og meira en 1% af öllum dauðsföllum í álfunni. Það er sé tíu sinnum fleiri dauðsföll en af völdum umferðarslysa. „Evrópusambandið ætti að gera loftmengun að forgangsmáli. Við vonum að það verði gert á næsta fjárlagatímabili,“ segir hann.
Umhverfismál Tengdar fréttir Indverskar borgir þær menguðustu á jörðinni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að sjö milljónir manna deyi af völdum loftmengunar á ári. Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti. 3. maí 2018 07:37 Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00 Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59 Dauði telpu rakinn til ólöglegs styrks loftmengunar í London Sjúkrahúsinnlagnir og astmaköst níu ára stúlku sem lést árið 2013 hittust oft á við toppa í loftmengun í borginni. 4. júlí 2018 12:47 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Indverskar borgir þær menguðustu á jörðinni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að sjö milljónir manna deyi af völdum loftmengunar á ári. Níu af hverjum tíu jarðarbúum anda að sér menguðu lofti. 3. maí 2018 07:37
Strangari umhverfisreglur drógu verulega úr mengun Hagfræðingar við Kaliforníuháskóla rekja mikinn samdrátt í mengun frá bandarískum verksmiðjum til þess að umhverfisreglur hafi verið hertar verulega. 11. ágúst 2018 14:00
Tengja loftmengun við greindarskerðingu Fylgni fannst á milli lakari útkomu á stærðfræði- og málhæfniprófum og loftmengunar í rannsókn sem gerð var á 20.000 Kínverjum. 28. ágúst 2018 09:59
Dauði telpu rakinn til ólöglegs styrks loftmengunar í London Sjúkrahúsinnlagnir og astmaköst níu ára stúlku sem lést árið 2013 hittust oft á við toppa í loftmengun í borginni. 4. júlí 2018 12:47