Nýju þjálfararnir í NFL-deildinni töpuðu allir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2018 11:30 Derek Carr, leikstjórnandi Oakland Raiders talar við þjálfara sinn Jon Gruden. Vísir/Getty Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra. NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira
Fyrstu umferð NFL-tímabilsins lauk í gær með sannfærandi sigrum hjá liðum New York Jets og Los Angeles Rams. Tapliðin mættu bæði með nýja þjálfara inn í þetta tímabil en þetta var svo sannarlega ekki helgi nýju þjálfarana í NFL. Sjö lið skiptu um þjálfara í sumar og öll sjö þurftu að sætta sig við tap í fyrsta leik. Jon Gruden tók við liði Oakland Raiders eftir að hafa verið sjónvarpsmaður í sjö ár á ESPN. Byrjun var ekki sannfærandi því liðið steinlá 33-13 á móti Los Angeles Rams í gær.FINAL: @RamsNFL WIN in Oakland! #LARvsOAK#LARams (by @Lexus) pic.twitter.com/pYPyiM7p7k — NFL (@NFL) September 11, 2018Jon Gruden var mjög vinsæll sjónvarpsmaður í Monday Night Football og fyrsti leikur hans féll einmitt á það kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik þá keyrði Los Angeles Rams liðið yfir Oakland í seinni hálfleiks sem Hrútarnir unnu 23-0 og þar með leikinn 33-13. Matt Patricia hafði í leiknum á undan þurft að sætta sig við slæmt tap á móti New York Jets liðinu á heimavelli. Patricia var varnarþjálfari New England Patriots í mörg sigursæl ár en tók við liði Detroit Lions fyrir þetta tímabil. Detroit Lions tapaði 48-17 í hans fyrsta leik þar sem Ljónin köstuðu boltanum hvað eftir annað frá sér. Detroit-vörnin var búin að stela sendingu og skora eftir aðeins tíu sekúndur en nýliðinn Sam Darnold hjá New York Jets kastaði boltanum frá sér í fyrstu sendingu. Sam Darnold hristi þá martraðarbyrjun af sér og leiddi lið sitt til sannfærandi sigurs. Darnold er aðeins 21 árs og yngsti byrjunarliðsleikstjórnandi sögunnar.17 undefeated teams remain after Week 1! pic.twitter.com/QjhGhQyIVk — NFL (@NFL) September 11, 2018Hinir fimm þjálfararnir sem þurftu að sætta sig við tap í frumraun sinni voru Pat Shurmur hjá New York Giants, Matt Nagy hjá Chicago Bears, Steve Wilks hjá Arizona Cardinals, Frank Reich hjá Indianapolis Colts og Mike Vrabel hjá Tennessee Titans. 32 lið eru í NFL-deildinni þannig að 25 lið héldu tryggð við þjálfara sinn frá því í fyrra.
NFL Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Enski boltinn Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Fleiri fréttir „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Sjá meira