Samtal um kynferðisofbeldi Bjarni Karlsson skrifar 11. september 2018 07:00 Ég vil þakka tvær svargreinar sem komið hafa við skrifum mínum um nauðgunarmenningu. Þóra Kristín Þórsdóttir skrifaði fyrir hönd Kvennahreyfingarinnar og svo einnig Guðrún Ebba Ólafsdóttir ásamt Kristínu I. Pálsdóttur. Það er ekki vanþörf á samtali. Í báðum greinum er lýst þeirri hugsun að e.t.v. séu skrif mín sett fram kynbræðrum og stéttarbræðrum mínum til varnar. Það skil ég vel þar sem ég er, jú, miðaldra karlprestur og DV hefur nýlega verið með stóran greinaflokk undir heitinu Syndir kirkjunnar. Eins er rétt að taka fram, svo alls gagnsæis sé gætt, að einn þeirra sem til umfjöllunar hafa verið hjá DV, Helgi Hróbjartsson, var móðurbróðir minn. Mér er því vandi á höndum að fjalla um þessi mál. Í báðum greinum er mér borið á brýn að ég telji ljótt af DV að fara í skammarherferð gegn nafngreindum gerendum í kynferðisbrotamálum. Ég er að segja annað. Ég efast um gagnið af aðferð DV vegna þess að hún gengur að mínum dómi ekki nógu langt. Ég tel einmitt að það eigi að gera það sem DV er að gera; nafngreina opinberlega og afhjúpa gerendur á forsendum þolenda með hagsmuni þolendanna fyrir augum. En það þarf meira. Ég hef lært það sem manneskja og líka í samtölum við þolendur og gerendur ofbeldis sem prestur í áraraðir að kjarni og inntak ofbeldis er skömm sem er lifuð sem sterk líkamleg tilfinning. Og með því að lýsa ofbeldisverknuðum með þeim orðum að þar sé skömm færð úr einum líkama yfir í annan kemst maður betur í tengsl við veruleika ofbeldisins í eigin lífi og verður færari um að horfa á það og viðurkenna það sem þolandi eða gerandi eða ástvinur. Þess vegna nota ég þetta orðalag. Önnur leið til að lýsa ofbeldi er sú að tala um það sem stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er nefnilega ekki bara stjórnleysi heldur skipulagt stjórnleysi. Við huggum okkur gjarnan með því að útmála gerendur sem brjálað fólk og hyllumst til að skilgreina þá sem framandi fyrirbæri. Það hjálpar ekki. Ofbeldi er aðferð í samskiptum sem virkar og er þ.a.l. útbreidd. Gerendur í ofbeldismálum vita almennt hvað þeir eru að gera. Þess vegna þarf að skila skömminni. Ég bendi hins vegar á að það dugar ekki að skila skömminni og láta þar við sitja. Við verðum að finna leiðir til þess að auka kynferðisöryggi í samfélaginu og fækka kynferðisglæpum því kynferðisofbeldi er eins og kjarnorkusprengja; geislunaráhrifin eru endalaus. Hvernig fækkum við afbrotum? Ekki með því að sýna ofbeldinu skilning heldur með því að skilja hvernig það virkar og finna leiðir til að halda gerendum ábyrgum. Ég vil meina að hugmyndin um að refsa gerendum í kynferðisglæpamálum með opinberri og endanlegri útilokun sé vond vegna þess að hún viðheldur hinni langþróuðu skammarmenningu sem fóðrar ofbeldið. Aðferð unga snapparans sem „afgreiddi perrann“ á bílastæðinu um daginn og farið hefur sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana er öfgafull afurð þess hugarfars. Ég er sammála Þóru Kristínu þegar hún vill að við krefjumst „þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins [þurfi] að skylda þá til þess“. Þetta er nákvæmlega það sem iðrun, yfirbót og hugsanleg fyrirgefning er um. Ofbeldið sjálft verður aldrei fyrirgefið eða réttlætt. Gerendur þurfa leiðbeiningu við að sýna viðeigandi iðrun og yfirbót og þeir verða jafnframt að vita að samfélagið muni ekki refsa þeim með eilífri útilokun heldur fái þeir viðeigandi rými þegar þar að kemur eftir eðli máls. Ef sá dagur síðan kemur í lífi þolanda að persóna gerandans og ofbeldisatburðurinn hefur ekki lengur vald á lífi hans, m.a. vegna þess að vel og faglega var á málum tekið, þá getur verið að hann segi að hann hafi fundið frið gagnvart málinu eða að hann sé búinn að fyrirgefa ofbeldismanni sínum. En oftast segir fólk einfaldlega „ég er bara ekkert að hugsa um þetta lengur“. Fyrirgefning er alltaf á forsendum og valdi þolandans. Og já, Guðrún Ebba og Kristín, sumum getur Guð einn fyrirgefið. Framganga DV er í mínum huga mælir á getuleysi samfélagsins þar sem ofbeldismál hafa fengið slæma afgreiðslu og stofnanir eins og þjóðkirkjan oft verið svifaseinar og í vörn þannig að þolendur, gerendur og ástvinir hafa lifað mikla berskjöldun. Þess vegna hringsóla persónur og leikendur á sviði þjáningarinnar og sögurnar eru bara sagðar upp aftur og aftur án þess að fullnægjandi úrvinnsla eigi sér stað. Það er ljótt og því þarf að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bjarni Karlsson Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Ég vil þakka tvær svargreinar sem komið hafa við skrifum mínum um nauðgunarmenningu. Þóra Kristín Þórsdóttir skrifaði fyrir hönd Kvennahreyfingarinnar og svo einnig Guðrún Ebba Ólafsdóttir ásamt Kristínu I. Pálsdóttur. Það er ekki vanþörf á samtali. Í báðum greinum er lýst þeirri hugsun að e.t.v. séu skrif mín sett fram kynbræðrum og stéttarbræðrum mínum til varnar. Það skil ég vel þar sem ég er, jú, miðaldra karlprestur og DV hefur nýlega verið með stóran greinaflokk undir heitinu Syndir kirkjunnar. Eins er rétt að taka fram, svo alls gagnsæis sé gætt, að einn þeirra sem til umfjöllunar hafa verið hjá DV, Helgi Hróbjartsson, var móðurbróðir minn. Mér er því vandi á höndum að fjalla um þessi mál. Í báðum greinum er mér borið á brýn að ég telji ljótt af DV að fara í skammarherferð gegn nafngreindum gerendum í kynferðisbrotamálum. Ég er að segja annað. Ég efast um gagnið af aðferð DV vegna þess að hún gengur að mínum dómi ekki nógu langt. Ég tel einmitt að það eigi að gera það sem DV er að gera; nafngreina opinberlega og afhjúpa gerendur á forsendum þolenda með hagsmuni þolendanna fyrir augum. En það þarf meira. Ég hef lært það sem manneskja og líka í samtölum við þolendur og gerendur ofbeldis sem prestur í áraraðir að kjarni og inntak ofbeldis er skömm sem er lifuð sem sterk líkamleg tilfinning. Og með því að lýsa ofbeldisverknuðum með þeim orðum að þar sé skömm færð úr einum líkama yfir í annan kemst maður betur í tengsl við veruleika ofbeldisins í eigin lífi og verður færari um að horfa á það og viðurkenna það sem þolandi eða gerandi eða ástvinur. Þess vegna nota ég þetta orðalag. Önnur leið til að lýsa ofbeldi er sú að tala um það sem stjórnun með stjórnleysi. Ofbeldi er nefnilega ekki bara stjórnleysi heldur skipulagt stjórnleysi. Við huggum okkur gjarnan með því að útmála gerendur sem brjálað fólk og hyllumst til að skilgreina þá sem framandi fyrirbæri. Það hjálpar ekki. Ofbeldi er aðferð í samskiptum sem virkar og er þ.a.l. útbreidd. Gerendur í ofbeldismálum vita almennt hvað þeir eru að gera. Þess vegna þarf að skila skömminni. Ég bendi hins vegar á að það dugar ekki að skila skömminni og láta þar við sitja. Við verðum að finna leiðir til þess að auka kynferðisöryggi í samfélaginu og fækka kynferðisglæpum því kynferðisofbeldi er eins og kjarnorkusprengja; geislunaráhrifin eru endalaus. Hvernig fækkum við afbrotum? Ekki með því að sýna ofbeldinu skilning heldur með því að skilja hvernig það virkar og finna leiðir til að halda gerendum ábyrgum. Ég vil meina að hugmyndin um að refsa gerendum í kynferðisglæpamálum með opinberri og endanlegri útilokun sé vond vegna þess að hún viðheldur hinni langþróuðu skammarmenningu sem fóðrar ofbeldið. Aðferð unga snapparans sem „afgreiddi perrann“ á bílastæðinu um daginn og farið hefur sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana er öfgafull afurð þess hugarfars. Ég er sammála Þóru Kristínu þegar hún vill að við krefjumst „þess af gerendum að þeir leiti sér hjálpar, fari í gagngera sjálfsvinnu, til að þeir beiti ekki fleiri ofbeldi í einhverju formi og í tilfelli réttarkerfisins [þurfi] að skylda þá til þess“. Þetta er nákvæmlega það sem iðrun, yfirbót og hugsanleg fyrirgefning er um. Ofbeldið sjálft verður aldrei fyrirgefið eða réttlætt. Gerendur þurfa leiðbeiningu við að sýna viðeigandi iðrun og yfirbót og þeir verða jafnframt að vita að samfélagið muni ekki refsa þeim með eilífri útilokun heldur fái þeir viðeigandi rými þegar þar að kemur eftir eðli máls. Ef sá dagur síðan kemur í lífi þolanda að persóna gerandans og ofbeldisatburðurinn hefur ekki lengur vald á lífi hans, m.a. vegna þess að vel og faglega var á málum tekið, þá getur verið að hann segi að hann hafi fundið frið gagnvart málinu eða að hann sé búinn að fyrirgefa ofbeldismanni sínum. En oftast segir fólk einfaldlega „ég er bara ekkert að hugsa um þetta lengur“. Fyrirgefning er alltaf á forsendum og valdi þolandans. Og já, Guðrún Ebba og Kristín, sumum getur Guð einn fyrirgefið. Framganga DV er í mínum huga mælir á getuleysi samfélagsins þar sem ofbeldismál hafa fengið slæma afgreiðslu og stofnanir eins og þjóðkirkjan oft verið svifaseinar og í vörn þannig að þolendur, gerendur og ástvinir hafa lifað mikla berskjöldun. Þess vegna hringsóla persónur og leikendur á sviði þjáningarinnar og sögurnar eru bara sagðar upp aftur og aftur án þess að fullnægjandi úrvinnsla eigi sér stað. Það er ljótt og því þarf að breyta.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar