Vilja endurheimta stoltið Hjörvar Ólafsson skrifar 11. september 2018 07:30 Þetta gat ekki byrjað verr fyrir Hamrén. vísir/epa Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Hannes Þór Halldórsson, sem fékk það lítt öfundsverða verkefni að reyna að afstýra stærra tapi í leiknum gegn Sviss, ræddu hvernig leikmenn og forráðamenn liðsins hafa tekist á við áfallið á blaðamannafundi í gær. Næsta verkefni liðsins er afar verðugt, en liðið mætir bronsverðlaunahöfum frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Við náðum aldrei takti í þessum leik og misstum algerlega hausinn eftir að hafa fengið þriðja markið á okkur. Við fórum að verjast hver í sínu horni og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við vorum í áfalli eftir þennan leik og þó svo að aðstæður séu ekki eins þá má líkja þessu við rassskellinguna sem Brasilía fékk gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM 2014,“ segir Hamrén á blaðamannafundinum í gær. „Leikmenn liðsins þurfa að sýna þess háttar spilamennsku í leiknum gegn Belgíu að þeir geti litið í spegilinn eftir leikinn og verið stoltir. Við þurfum að endurheimta stoltið og sýna hvað í liðinu býr. Við munum gera taktískar breytingar frá leiknum gegn Sviss og leita til leikmanna sem hafa aðra eiginleika en þeir sem byrjuðu í þeim leik,“ segir sænski þjálfarinn sem vildi þó ekki gefa upp hvort breytt verði um leikkerfi í leiknum gegn Belgum í kvöld. „Leikurinn og frammistaða okkar var rædd í þaula næsta sólarhring eftir leikinn. Við teljum okkur vita hvað fór úrskeiðis og ætlum að rísa aftur upp. Við höfum áður staðið okkur vel gegn sterkum þjóðum á heimavelli. Þar á meðal gegn nýkrýndum bronsverðlaunahafa af heimsmeistaramóti. Við þurfum að sýna þessu verkefni auðmýkt, en um leið að hafa það í huga að við getum vel náð í góð úrslit með frábærum stuðningi. Við biðjum nú um að fá áfram þann góða stuðning sem við höfum notið undanfarin ár,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. „Okkur líður vel hérna á heimavelli og við stefnum að því að skapa góð augnablik sem verða til þess að við getum grafið leikinn gegn Sviss strax. Það er gott að fá leik strax til þess að geta kvittað fyrir þennan slæma leik. Undirbúningur minn er bara hefðbundinn fyrir þennan leik. Við erum vanir því að mæta leikmönnum í þeim gæðaflokki sem leikmenn belgíska liðsins eru. Við erum staðráðnir í að standa okkur vel og freista þess að ná jákvæðum úrslitum," segir Hannes Þór um leikinn gegn Belgum á Laugardalsvellinum sem hefst klukkan 18:45 í kvöld. hjorvaro@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira
Erik Hamrén, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, og Hannes Þór Halldórsson, sem fékk það lítt öfundsverða verkefni að reyna að afstýra stærra tapi í leiknum gegn Sviss, ræddu hvernig leikmenn og forráðamenn liðsins hafa tekist á við áfallið á blaðamannafundi í gær. Næsta verkefni liðsins er afar verðugt, en liðið mætir bronsverðlaunahöfum frá heimsmeistaramótinu í Rússlandi. „Við náðum aldrei takti í þessum leik og misstum algerlega hausinn eftir að hafa fengið þriðja markið á okkur. Við fórum að verjast hver í sínu horni og það kann aldrei góðri lukku að stýra. Við vorum í áfalli eftir þennan leik og þó svo að aðstæður séu ekki eins þá má líkja þessu við rassskellinguna sem Brasilía fékk gegn Þýskalandi í undanúrslitum HM 2014,“ segir Hamrén á blaðamannafundinum í gær. „Leikmenn liðsins þurfa að sýna þess háttar spilamennsku í leiknum gegn Belgíu að þeir geti litið í spegilinn eftir leikinn og verið stoltir. Við þurfum að endurheimta stoltið og sýna hvað í liðinu býr. Við munum gera taktískar breytingar frá leiknum gegn Sviss og leita til leikmanna sem hafa aðra eiginleika en þeir sem byrjuðu í þeim leik,“ segir sænski þjálfarinn sem vildi þó ekki gefa upp hvort breytt verði um leikkerfi í leiknum gegn Belgum í kvöld. „Leikurinn og frammistaða okkar var rædd í þaula næsta sólarhring eftir leikinn. Við teljum okkur vita hvað fór úrskeiðis og ætlum að rísa aftur upp. Við höfum áður staðið okkur vel gegn sterkum þjóðum á heimavelli. Þar á meðal gegn nýkrýndum bronsverðlaunahafa af heimsmeistaramóti. Við þurfum að sýna þessu verkefni auðmýkt, en um leið að hafa það í huga að við getum vel náð í góð úrslit með frábærum stuðningi. Við biðjum nú um að fá áfram þann góða stuðning sem við höfum notið undanfarin ár,“ segir Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska liðsins, á blaðamannafundinum. „Okkur líður vel hérna á heimavelli og við stefnum að því að skapa góð augnablik sem verða til þess að við getum grafið leikinn gegn Sviss strax. Það er gott að fá leik strax til þess að geta kvittað fyrir þennan slæma leik. Undirbúningur minn er bara hefðbundinn fyrir þennan leik. Við erum vanir því að mæta leikmönnum í þeim gæðaflokki sem leikmenn belgíska liðsins eru. Við erum staðráðnir í að standa okkur vel og freista þess að ná jákvæðum úrslitum," segir Hannes Þór um leikinn gegn Belgum á Laugardalsvellinum sem hefst klukkan 18:45 í kvöld. hjorvaro@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Fleiri fréttir Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Sjá meira