„Gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. september 2018 20:30 Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín. Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira
Nýskráningar dísel- og bensínbíla verða bannaðar árið 2030 nema með sérstökum undantekningum. Bannið er ein þeirra 34 aðgerða sem mælt er fyrir um í nýrri áætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Verja á tæpum sjö milljörðum í verkefnið næstu fimm ár. Aðgerðaráætlunin á að tryggja að Ísland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Parísarsamkomulaginu og nái kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Fram kemur að 6,8 milljörðum króna verður varið til sérstakra aðgerða í loftslagsmálum næstu fimm ár sem er margföldun miðað við fyrri ár.„Það er auðvitað fyrsti þátturinn að það hafa orðið algjör straumhvörf í fjárveitingum til þessa mikilvæga málaflokks að því að við vitum það að það þarf að fjárfesta í loftslagsmálum til þess að ná árangri,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherraMegináherslur áætlunarinnar eru tvær.„Fara í rafvæðingu samgangna og aðra umhverfisvæna kosti vegna þess að olían er sá þáttur þar sem við getum náð mestum árangri. Það er í fyrsta lagi og í öðru lagi er það kolefnisbindingin, að auka landgræðslu, skógrækt og endurheim votlendis og annað slíkt,“ segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundinum í Austurbæjarskóla.Vísir/VilhelmNýskráning bíla sem eingöngu ganga fyrir jarðefnaeldsneyti verða ólögmætar árið 2030 nema ef um er að ræða undanþágur. „Ég tel gríðarlega mikilvægt að þessi bylting í samgöngum geti átt sér stað sem fyrst,“ segir Guðmundur. Kolefnisgjald á bensín og dísel, sem var hækkað um 50 prósent í upphafi árs, verður hækkað í áföngum, um 10 prósent á næsta ári og 10 prósent til viðbótar árið 2020. Fjárfesta á í innviðum vegna rafvæðingar bílaflotans og rafvæðingar hafna en samtals verður varið um einum og hálfum milljarði í það verkefni. Fjórum milljörðum verður varið í kolefnisbindingu og fimm hundruð milljónum til nýsköpunar. Loks verður 800 milljónum varið til aðgerða eins og rannsóknum á súrnun sjávar. „Staðreyndin er bara sú að ef ekki fylgir fjármagn til þess að klára ákveðin mál sem lengi hafa verið á dagskrá sýnir reynslan að það gerist nú lítið,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Forsætisráðherra er bjartsýn á framhaldið„Það sem við gerum skiptir máli þó við séum ekki mörg sem hér búum. Við höfum slagkraf langt umfram fjölda,“ segir Katrín.
Loftslagsmál Samgöngur Umhverfismál Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Sjá meira