Auglýsinga- og markaðsfyrirtækið Pipar\TBWA hefur sameinast The Engine. Fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækjunum að stofnandi The Engine, Kristján Már Hauksson, muni starfa áfram með nýjum eigendum og mun hann eignast hlut í sameinuðu félagi.
Pipar\TBWA er ein stærsta auglýsingastofa landsins en The Engine sérhæfir sig í markaðssetningu á netinu. Guðmundur H. Pálsson, framkvæmdastjóri Pipars\TBWA, segir í tilkynningunni að sameining fyrirtækjanna sé þannig í takti við markmið auglýsingastofunnar um að „styrkja félagið enn frekar á sviði netmarkaðssetningar og bæta við sig þekkingu og reynslu til þess að geta boðið viðskiptavinum okkar eins víðtæka þjónustu og mögulegt er.“
„Eftirspurnin eftir alhliða netmarkaðssetningu eykst sífellt, en að sama skapi breytist landslagið ört og krefst aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar. Með sameiningunni við The Engine verðum við enn betur í stakk búin til þess að sinna fleiri, stærri og flóknari verkefnum fyrir viðskiptavini okkar hér á landi og erlendis,“ segir Guðmundur.
Í tilkynningunni segir einnig að Kristján hafi reynslu af reynslu af netmarkaðssetningu, haldið námskeið og skrifað bækur. „Undir hans stjórn hefur The Engine náð fótfestu á erlendum mörkuðum og unnið með viðskiptavinum, m.a. Destination Canada, Domino’s-pizzukeðjunni á Norðurlöndum, fjármálarisanum Santander og símafyrirtækjunum Vodafone IoT og Sonotel,“ segir í tilkynningunni.
The Engine er að sama skapi sagt hafa aðstoðað íslensk fyrirtæki við að koma vörum og þjónustu á framfæri á erlendum mörkuðum með sérhönnuðum herferðum. „Við erum einstaklega spennt yfir því að verða hluti af Pipar\TBWA. Í því felast margþætt tækifæri til vaxtar og samlegðaráhrif eru töluverð,“ segir Kristján Már.
Sjö manns starfa hjá The Engine og mun hluti þeirra starfsmanna flytjast yfir til Pipars\TBWA á næstu dögum. Aðrir starfmenn fyrirtækisins eru staðsettir erlendis.
Pipar\TBWA og The Engine sameinast
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu
Viðskipti innlent

Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið
Viðskipti innlent


Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag
Viðskipti innlent

Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn
Viðskipti erlent


Bjartara yfir við opnun markaða
Viðskipti erlent


Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli
Viðskipti erlent