Seinkun á heimkomu Íslendinga eftir ofsaakstur sem lauk á flugbraut Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2018 14:11 Frá vettvangi í Lyon í dag. Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira
Fjölmörgum flugferðum, þeirra á meðal flugi WOW Air frá Lyon til Íslands, þurfti að fresta í dag eftir að lögregla handtók mann sem hafði ekið í leyfisleysi inn á flugbrautina. Maðurinn keyrði á Mercedes Benz bíl sínum í gegnum girðingu og komst á flugbrautina. Bílstjórinn hafði ekið bílnum fleiri kílómetra gegn umferð á A43 hraðbrautinni í nágrenninu. Um tuttugu löggæslufarartæki auk mótorhjóla og þyrlu komu að eftirförinni. Lögregla segir að um flókna aðgerð hafi verið að ræða en vitni segja aðgerðirnar hafa einkennst af óreiðu. Aksturslag mannsins orsakaði árekstra á hraðbrautinni en maðurinn ók bílnum fyrst í gegnum tollahlið áður en hann komst inn á flugbrautina. Hann reyndi að lokum að komast undan á hlaupum en var handtekinn. Enginn mun hafa slasast að því er fram kemur í frétt Guardian. Farþegar í flugi WOW, sem margir hverjir eru íslenskir, munu hafa fengið þau skilaboð að flugvellinum yrði lokað til klukkan sex að staðartíma síðdegis vegna atviksins. Farþegarnir voru komnir um borð í flugvélina þegar atvikið átti sér stað. Voru þau flutt aftur í flugstöðina þar sem þau bíða frekari skilaboða.Á heimasíðu Keflavíkurflugvallar segir að komu til Íslands sé frestað til 19:15 í kvöld. Það kemur heim og saman við brottför sem nú er fyrirhuguð klukkan 17:30 að frönskum tíma, 15:30 að íslenskum tíma.Uppfært klukkan 14:50Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW Air, segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að utanaðkomandi aðili hafi komist í gegnum hlið á vellinum og inn á braut og þar af leiðandi varð flugvöllurinn „óhreinn“. Það þurfti í kjölfarið að rýma flugstöðina og allir farþegar þurftu að fara aftur í gegnum öryggisleit eftir að búið var að tryggja það að völlurinn væri öruggur.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Sjá meira