Icelandair óstundvísast á styttri leiðum í Bretlandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. september 2018 09:52 Icelandair stóð sig verst á styttri flugleiðum frá Bretlandi í fyrra. Vísir/Vilhelm Stundvísi flugferða Icelandair frá Bretlandseyjum hefur versnað hratt á síðastliðnu ári, ef marka má úttekt bresku neytendasamtakana. Á tímabilinu júní 2017 fram í júní 2018 seinkaði 1,7 prósent flugferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir, á leiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Að sögn neytendasamtakanna hefur þetta hlutfall hækkað um 350 prósent hjá Icelandair frá sama tímabili árinu áður. Aukningin varð til þess að ekkert flugfélag á síðasta ári var hlutfallslega óstundvísara í styttri flugferðum frá Bretlandseyjum en Icelandair. Neytendasamtökin litu aðeins á ferðir sem seinkaði um meira en þrjár klukkustundir og skiptu þau flugferðum frá Bretlandseyjum í þrjá flokka; flug sem eru lengri en 3500 kílómetrar, flug á bilinu 1500 til 3500 kílómetrar og svo flug sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Sem fyrr segir stendur Icelandair sig verst í síðastnefnda flokknum, seinkunarhlutfall félagsins var 1,7%. Næst á eftir kom Aurigny Air með 1,6% seinkunarhlutfall og TUI Airways með 1,4%. Á leiðum sem eru á bilinu 1500 til 3500 kílómetra langar stóðu Thomas Cook Airlines, TUI Airways og Saudi Arabian Airlines sig verst - öll með rúmlega 1% seinkunarhlutfall. Á lengstu leiðunum stóð Norwegian Airlines sig áberandi verst. Alls seinkaði 2,4% ferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir í fyrra. Þar á eftir kom Thomas Cook með 1,8% og TUI með 1,6%. Úttekt neytendasamtakanna leiðir einnig í ljós að alls seinkaði flugferðum 1,3 milljóna farþega í landinu í fyrra um meira en þrár klukkustundir. Lággjaldaflugfélögin Easyjet og Ryanair, auk Britsh Airways, bera ábyrgð á flestum seinkunum í Bretlandi á síðasta ári - en í ljósi þessu hversu stórtæk þau eru var seinkunarhlutfall þeirra nokkuð nálægt meðaltalinu, sem er 0,7%. Hér má sjá frammistöðu Icelandair á flugleiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
Stundvísi flugferða Icelandair frá Bretlandseyjum hefur versnað hratt á síðastliðnu ári, ef marka má úttekt bresku neytendasamtakana. Á tímabilinu júní 2017 fram í júní 2018 seinkaði 1,7 prósent flugferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir, á leiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Að sögn neytendasamtakanna hefur þetta hlutfall hækkað um 350 prósent hjá Icelandair frá sama tímabili árinu áður. Aukningin varð til þess að ekkert flugfélag á síðasta ári var hlutfallslega óstundvísara í styttri flugferðum frá Bretlandseyjum en Icelandair. Neytendasamtökin litu aðeins á ferðir sem seinkaði um meira en þrjár klukkustundir og skiptu þau flugferðum frá Bretlandseyjum í þrjá flokka; flug sem eru lengri en 3500 kílómetrar, flug á bilinu 1500 til 3500 kílómetrar og svo flug sem eru styttri en 1500 kílómetrar. Sem fyrr segir stendur Icelandair sig verst í síðastnefnda flokknum, seinkunarhlutfall félagsins var 1,7%. Næst á eftir kom Aurigny Air með 1,6% seinkunarhlutfall og TUI Airways með 1,4%. Á leiðum sem eru á bilinu 1500 til 3500 kílómetra langar stóðu Thomas Cook Airlines, TUI Airways og Saudi Arabian Airlines sig verst - öll með rúmlega 1% seinkunarhlutfall. Á lengstu leiðunum stóð Norwegian Airlines sig áberandi verst. Alls seinkaði 2,4% ferða félagsins um meira en þrjár klukkustundir í fyrra. Þar á eftir kom Thomas Cook með 1,8% og TUI með 1,6%. Úttekt neytendasamtakanna leiðir einnig í ljós að alls seinkaði flugferðum 1,3 milljóna farþega í landinu í fyrra um meira en þrár klukkustundir. Lággjaldaflugfélögin Easyjet og Ryanair, auk Britsh Airways, bera ábyrgð á flestum seinkunum í Bretlandi á síðasta ári - en í ljósi þessu hversu stórtæk þau eru var seinkunarhlutfall þeirra nokkuð nálægt meðaltalinu, sem er 0,7%. Hér má sjá frammistöðu Icelandair á flugleiðum sem eru styttri en 1500 kílómetrar.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28 Mest lesið Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri fréttir Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Sjá meira
WOW rekur lestina á nýjum lista AirHelp Íslenska flugfélagið er í 72 sæti yfir bestu flugfélög heims. 6. júní 2018 08:28