Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. september 2018 16:30 Naomi Osaka grætur í leikslok. Vísir/Getty Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. Það var vissulega allt til alls til að tenisheimurinn og aðrir myndu missa sig yfir sigri Naomi Osaka. Tvítug stelpa sem er líkleg til afreka í framtíðinni var þarna að vinna átrúnaðargoðið sitt í tveimur settum í sínum fyrsta úrslitaleik á risamóti. Frábær frammistaða og frábær sigur.Naomi Osaka deserves her moment in the spotlight after Serena Williams' US Open row took gloss off dream victory | @simonrbriggshttps://t.co/yfZOu0BUHS — Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 10, 2018Það voru aftur á móti fáir að tala um frábæra spilamennsku hennar og sögulegan sigur eftir leikinn. Serena Williams hafði skíttapað fyrir henni í úrslitaleiknum en stal engu að síður öllum fyrirsögnunum. Með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu tvöfaldaði Naomi Osaka verðlaunaféð sem hún hafði unnið á öllum ferlinum fram að þessu móti.$3,232,734: Naomi Osaka’s career on-court earnings before the 2018 US Open. $3,800,000: Check she will receive for winning the 2018 US Open. — Darren Rovell (@darrenrovell) September 8, 2018Naomi Osaka grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði. Við hlið hennar stóð öskureið Serena Williams og áhorfendaskarinn baulaði. Ótrúlegar kingumstæður og hin unga tenniskona gat ekki varist tárunum. Hin tapsára Serena Williams hafði algjörlega misst sig í samskiptunum við dómara leiksins. Dómarinn var harður og kannski smámunasamur en allir dómar hans voru eftir bókinni. Serena taldi sig hins vegar eiga rétt á stjörnumeðferð þegar kom að því að fara eftir reglunum og hefur síðan talað um að karlmaður af hennar „stjörnugráðu“ hefði aldrei fengið svona dóm. Það er örugglega eitthvað til í því en réttlætir það samt svona hegðun hjá konu sem er að flestra mati sú besta sem hefur spilað tennisíþróttina. Serena Williams fékk skiljanlega stóra sekt en hún mun aldrei geta bætt fyrir það tjón að stela sigurstundinni af Naomi Osaka.Four years ago, Naomi Osaka took a selfie with her favorite player, Serena Williams. Today, she beat her to win the U.S. Open. pic.twitter.com/9efTTBSVOY — Darren Rovell (@darrenrovell) September 8, 2018Naomi Osaka upplifði drauminn sinn að vinna goðið sitt í úrslitaleik á risamóti en horfði gleðistundina breytast í martröð. Serena fékk vissulega fólkið til að hætta að baula og Naomi Osaka gat lyft bikarnum í friði fyrir „baulinu“ en það breytir því ekki að háttalag sigursælustu tenniskonu allra tíma og viðbrögð áhorfendanna voru búin að stela sigurstundinni af Naomi Osaka. Tennis Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Sjá meira
Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams. Það var vissulega allt til alls til að tenisheimurinn og aðrir myndu missa sig yfir sigri Naomi Osaka. Tvítug stelpa sem er líkleg til afreka í framtíðinni var þarna að vinna átrúnaðargoðið sitt í tveimur settum í sínum fyrsta úrslitaleik á risamóti. Frábær frammistaða og frábær sigur.Naomi Osaka deserves her moment in the spotlight after Serena Williams' US Open row took gloss off dream victory | @simonrbriggshttps://t.co/yfZOu0BUHS — Telegraph Sport (@TelegraphSport) September 10, 2018Það voru aftur á móti fáir að tala um frábæra spilamennsku hennar og sögulegan sigur eftir leikinn. Serena Williams hafði skíttapað fyrir henni í úrslitaleiknum en stal engu að síður öllum fyrirsögnunum. Með sigri á Opna bandaríska meistaramótinu tvöfaldaði Naomi Osaka verðlaunaféð sem hún hafði unnið á öllum ferlinum fram að þessu móti.$3,232,734: Naomi Osaka’s career on-court earnings before the 2018 US Open. $3,800,000: Check she will receive for winning the 2018 US Open. — Darren Rovell (@darrenrovell) September 8, 2018Naomi Osaka grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði. Við hlið hennar stóð öskureið Serena Williams og áhorfendaskarinn baulaði. Ótrúlegar kingumstæður og hin unga tenniskona gat ekki varist tárunum. Hin tapsára Serena Williams hafði algjörlega misst sig í samskiptunum við dómara leiksins. Dómarinn var harður og kannski smámunasamur en allir dómar hans voru eftir bókinni. Serena taldi sig hins vegar eiga rétt á stjörnumeðferð þegar kom að því að fara eftir reglunum og hefur síðan talað um að karlmaður af hennar „stjörnugráðu“ hefði aldrei fengið svona dóm. Það er örugglega eitthvað til í því en réttlætir það samt svona hegðun hjá konu sem er að flestra mati sú besta sem hefur spilað tennisíþróttina. Serena Williams fékk skiljanlega stóra sekt en hún mun aldrei geta bætt fyrir það tjón að stela sigurstundinni af Naomi Osaka.Four years ago, Naomi Osaka took a selfie with her favorite player, Serena Williams. Today, she beat her to win the U.S. Open. pic.twitter.com/9efTTBSVOY — Darren Rovell (@darrenrovell) September 8, 2018Naomi Osaka upplifði drauminn sinn að vinna goðið sitt í úrslitaleik á risamóti en horfði gleðistundina breytast í martröð. Serena fékk vissulega fólkið til að hætta að baula og Naomi Osaka gat lyft bikarnum í friði fyrir „baulinu“ en það breytir því ekki að háttalag sigursælustu tenniskonu allra tíma og viðbrögð áhorfendanna voru búin að stela sigurstundinni af Naomi Osaka.
Tennis Tengdar fréttir Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00 Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00 Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30 Mest lesið „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Fótbolti Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Sport Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Dagskráin: Doc Zone á nýjum tíma, enski í beinni og Körfuboltakvöld Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Sjá meira
Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis. 9. september 2018 10:00
Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun. 10. september 2018 08:00
Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis. 9. september 2018 17:30