Serbinn Novak Djokovic hafði betur gegn Juan Martin del Potro í úrslitum Opna bandaríska risamótsins í tennis.
Djokovic vann í þremur settum 6-3, 7-6 (7-4), 6-3 og tryggði sér sigur á Opna bandaríska í þriðja skipti á ferlinum. Djokovic vann Wimbledon mótið í júlí og hefur því unnið síðustu tvö risamótin.
Þetta var fjórtándi risatitill Djokovic, aðeins hans helstu keppinautar síðustu ár Roger Federer og Rafael Nadal hava unnið fleiri.
Argentínumaðurinn del Potro var að spila í úrslitum risamóts í fyrsta skipti síðan árið 2009 en hann var næstum því hættur í tennis árið 2015 eftir erfið meiðsli á úlnlið.
Serbinn var hins vegar of stór biti fyrir del Potro, hann spilaði nær óáðfinnanlega og sannaði afhverju hann var besti maður heimslistans.
Djokovic vann annan risatitilinn í röð
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn


Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn



„Er allavega engin þreyta í mér“
Fótbolti

„Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“
Íslenski boltinn

