Florence stefnir hraðbyri í átt að austurströnd Bandaríkjanna Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. september 2018 07:00 Gervitunglamynd af Florence. Flórída sést uppi til vinstri. Vísir/AP Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. Florence magnaðist mjög í gærmorgun er hún mjakaði sér yfir Atlantshafið og í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Veðurfræðingar telja að vindhraðinn hafi náð um 120 kílómetra hraða á klukkustund þegar Florence var stödd um 1.200 kílómetra suðaustur af Bermúda. Þó erfitt sér að áætla leið Florence næstu daga með nákvæmum hætti er ljóst að fellibylurinn stefnir vestur í átt að meginlandi Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur sagt að íbúar á víðfeðmu strandsvæði frá norðurhluta Flórída til Norður-Karólínu ættu að undirbúa sig fyrir meiriháttar skell seinna í þessari viku. Yfirvöld í Karólínuríkjunum báðum hafa hvatt íbúa til að gera viðeigandi ráðstafanir. Neyðarástandi hefur þegar verið lýst yfir í Suður-Karólínu og Georgíu. „Við nálgumst nú hápunkt fellibyljatímans og við þekkjum vel þá óvissu sem fylgir þessum stormum og það mikla afl sem þeir búa yfir,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, í samtali við fréttaveitu AP. Hann hvatti fólk til að kynna sér helstu leiðir frá strandsvæðum og fylla á bílana sem fyrst svo að hægt verði að yfirgefa svæðin með stuttum fyrirvara. Þó að Florence sé enn langt frá landi er hún þegar farin að láta á sér kræla við strendur Bermúda og Bandaríkjanna en öldugangur þar er farinn að aukast mjög. Bermúdaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Hitabeltisstormurinn Florence hefur sótt í sig veðrið undanfarna sólarhringa og er nú flokkaður sem fellibylur. Florence magnaðist mjög í gærmorgun er hún mjakaði sér yfir Atlantshafið og í átt að austurströnd Bandaríkjanna. Veðurfræðingar telja að vindhraðinn hafi náð um 120 kílómetra hraða á klukkustund þegar Florence var stödd um 1.200 kílómetra suðaustur af Bermúda. Þó erfitt sér að áætla leið Florence næstu daga með nákvæmum hætti er ljóst að fellibylurinn stefnir vestur í átt að meginlandi Bandaríkjanna. Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna hefur sagt að íbúar á víðfeðmu strandsvæði frá norðurhluta Flórída til Norður-Karólínu ættu að undirbúa sig fyrir meiriháttar skell seinna í þessari viku. Yfirvöld í Karólínuríkjunum báðum hafa hvatt íbúa til að gera viðeigandi ráðstafanir. Neyðarástandi hefur þegar verið lýst yfir í Suður-Karólínu og Georgíu. „Við nálgumst nú hápunkt fellibyljatímans og við þekkjum vel þá óvissu sem fylgir þessum stormum og það mikla afl sem þeir búa yfir,“ sagði Roy Cooper, ríkisstjóri í Norður-Karólínu, í samtali við fréttaveitu AP. Hann hvatti fólk til að kynna sér helstu leiðir frá strandsvæðum og fylla á bílana sem fyrst svo að hægt verði að yfirgefa svæðin með stuttum fyrirvara. Þó að Florence sé enn langt frá landi er hún þegar farin að láta á sér kræla við strendur Bermúda og Bandaríkjanna en öldugangur þar er farinn að aukast mjög.
Bermúdaeyjar Birtist í Fréttablaðinu Veður Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira