Elon Musk stígur til hliðar sem stjórnarformaður Tesla Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 29. september 2018 22:28 Elon Musk hefur átt strembið ár. Vísir/Getty Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð. Fjármálaeftirlitið kærði Elon Musk á fimmtudaginn síðastliðinn fyrir svik í tengslum við tíst hans um að taka fyrirtækið af markaði. Stofnunin segir Elon Musk hafa sagt ósatt í tengslum við tístið í ágúst og er þar sérstaklega átt við ummæli Musk um að hafa þegar tryggt sér fjármagn til að taka fyrirtækið af markaði. Musk má ekki vera stjórnarformaður fyrirtækisins næstu þrjú árin en getur þó áfram verið forstjóri þess. Þetta kemur fram í frétt Guardian um málið. Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það var um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna var þá og hefði í heildina kostað um 72 milljarða dala. Fjármálaeftirlitið segir Musk ekki hafa rætt við fjárfesta á þeim tímapunkti. Tístið leiddi til þess að verðmæti hlutabréfa Tesla hækkaði. Bandaríkin Tengdar fréttir Elon Musk kærður fyrir svik Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur kært Elon Musk, forstjóra bílaframleiðandans Tesla, fyrir svik í tengslum við tíst hans um að taka fyrirtækið af markaði. 27. september 2018 21:17 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Elon Musk mun stíga til hliðar sem stjórnarformaður Tesla fyrirtækisins. Hann verður þó forstjóri fyrirtækisins áfram. Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur sektað Tesla fyrirtækið um 20 milljónir Bandaríkjadala og Elon Musk um sömu upphæð. Fjármálaeftirlitið kærði Elon Musk á fimmtudaginn síðastliðinn fyrir svik í tengslum við tíst hans um að taka fyrirtækið af markaði. Stofnunin segir Elon Musk hafa sagt ósatt í tengslum við tístið í ágúst og er þar sérstaklega átt við ummæli Musk um að hafa þegar tryggt sér fjármagn til að taka fyrirtækið af markaði. Musk má ekki vera stjórnarformaður fyrirtækisins næstu þrjú árin en getur þó áfram verið forstjóri þess. Þetta kemur fram í frétt Guardian um málið. Í áðurnefndu tísti sagði Musk að hann væri að íhuga að kaupa fyrirtækið fyrir 420 dali á hlut. Það var um fimmtungi hærra en verðmæti hlutabréfanna var þá og hefði í heildina kostað um 72 milljarða dala. Fjármálaeftirlitið segir Musk ekki hafa rætt við fjárfesta á þeim tímapunkti. Tístið leiddi til þess að verðmæti hlutabréfa Tesla hækkaði.
Bandaríkin Tengdar fréttir Elon Musk kærður fyrir svik Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur kært Elon Musk, forstjóra bílaframleiðandans Tesla, fyrir svik í tengslum við tíst hans um að taka fyrirtækið af markaði. 27. september 2018 21:17 Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Elon Musk kærður fyrir svik Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna hefur kært Elon Musk, forstjóra bílaframleiðandans Tesla, fyrir svik í tengslum við tíst hans um að taka fyrirtækið af markaði. 27. september 2018 21:17