Reyndi að ræna börnum frá foreldrum sínum í stórfurðulegu streymi á Instagram Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. september 2018 18:32 Netverjar hafa margir furðað sig á myndbandi Lindsay Lohan. getty/Oscar Gonzalez Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan sætir nú mikilli gagnrýni eftir að hún streymdi stórfurðulegu atviki beint á Instagram-reikningi sínum. Í myndbandinu sést Lohan veitast að fjölskyldu, sem hún segir flóttamenn frá Sýrlandi, og saka foreldrana um að stunda mansal. Lohan hóf streymið snemma á laugardagsmorgun en óljóst er hvar atvikið átti sér stað. Hún hefur þó verið á flakki um Evrópu síðustu misseri, ef marka má nýjustu færslur á Instagram sem merktar eru París og Moskvu. Í myndbandinu má fyrst sjá Lohan gefa sig á til við fjölskylduna sem virðist heimilislaus. Lohan ávarpar fólkið sem sýrlenska flóttamenn og lýsir yfir þungum áhyggjum af börnunum, tveimur drengjum. Hún býðst til þess að taka þá með sér upp á hótelherbergi til að horfa á mynd en verður bersýnilega reið þegar foreldrarnir hafna tilboðinu. „Þú ættir að vera kona sem leggur hart að þér og þú ættir að gera hvað þú getur fyrir börnin þín, svo þau eigi kost á betra lífi,“ segir Lohan við móður drengjanna. Þá virðist hún gera tilraun til að ræða við fólkið á erlendu tungumáli sem hún hefur ekki góð tök á. Að endingu tekur fjölskyldan saman eigur sínar og gengur í burtu en Lohan eltir. Við eftirförina sakar hún foreldrana um mansal og segir þá „eyðileggja arabíska menningu.“ Þá þvertekur hún fyrir að fara nema drengirnir fylgi henni. Í lok myndbandsins veitist Lohan að konunni sem hrindir Lohan í götuna. Myndbandið má sjá hér að neðan.Woke up to Lindsay Lohan getting socked while speaking in a fake accent trying to abduct children from their family. There's truly never been a better time to be alive. pic.twitter.com/ClaQkliXGH— A8 (@TheReelAnderson) September 29, 2018 Samfélagsmiðlanotendur brugðust margir ókvæða við birtingu myndbandsins og sökuðu Lohan um að hafa reynt að ræna drengjunum. Þá hefur aðför Lohan að fjölskyldunni verið sögð sláandi, ógeðsleg og óþægileg. Netverjar hafa þó fyrst og fremst furðað sig á myndbandinu, líkt og sjá má á viðbrögðunum hér að neðan.Everyone's cracking jokes about Lindsay Lohan trying to steal two Syrian refugee kids from their parents & getting punched in retaliation live on Instagram—but I'm actually outraged at her blatant white saviorism.— Ghazala Irshad (@ghazalairshad) September 29, 2018 Lindsay Lohan's IG live is one of the wildest things I've ever seen. She's speaking gibberish in a fake accent and trying to take two homeless boys to a hotel room against their parents wishes. Their mom pushes her to the ground and then Lindsey cries into the camera.— Camille (@camiwilliams_) September 29, 2018 Lindsay Lohan's IG live is one of the wildest things I've ever seen. She's speaking gibberish in a fake accent and trying to take two homeless boys to a hotel room against their parents wishes. Their mom pushes her to the ground and then Lindsey cries into the camera.— Camille (@camiwilliams_) September 29, 2018 Lindsay Lohan literally harassed and followed that family, tried to grab one of the kids, got punched in the face then had the nerve to be like "Wha!? Omg I'm so scared right now!" Girl...how do you think they- pic.twitter.com/WpVbLCwb7q— Zariya Jackson (@ZariThorn) September 29, 2018 Lohan hefur lengi glímt við áfengis- og eiturlyfjafíkn og hefur rætt opinskátt um erfiðleika í einkalífi sínu síðustu ár. Hún hefur ekki tjáð sig um atvikið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla vestanhafs. Tengdar fréttir Lindsay Lohan byrjar með raunveruleikaþætti á MTV Barnastjarnan Lindsay Lohan mun snúa aftur á skjáinn í nýjum raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöðinni MTV. Þættirnir munu fylgja Lohan eftir þar sem hún sér um rekstur næturklúbbs á Grikklandi. 31. júlí 2018 19:38 Lindsay Lohan endurtekur átta uppáhalds línurnar úr Mean Girls Grínmyndin Mean Girls kom út árið 2004 og sló hún rækilega í gegn. 6. febrúar 2018 15:45 Lindsay Lohan á Íslandi: „Fallegur dagur með fallegu fólki“ „Fallegur dagur með fallegu fólki“ skrifar leikkonan Lindsay Lohan undir myndband sem hún sendi frá sér. Hún er stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn í gær á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 18. júní 2017 16:04 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Bandaríska leikkonan Lindsay Lohan sætir nú mikilli gagnrýni eftir að hún streymdi stórfurðulegu atviki beint á Instagram-reikningi sínum. Í myndbandinu sést Lohan veitast að fjölskyldu, sem hún segir flóttamenn frá Sýrlandi, og saka foreldrana um að stunda mansal. Lohan hóf streymið snemma á laugardagsmorgun en óljóst er hvar atvikið átti sér stað. Hún hefur þó verið á flakki um Evrópu síðustu misseri, ef marka má nýjustu færslur á Instagram sem merktar eru París og Moskvu. Í myndbandinu má fyrst sjá Lohan gefa sig á til við fjölskylduna sem virðist heimilislaus. Lohan ávarpar fólkið sem sýrlenska flóttamenn og lýsir yfir þungum áhyggjum af börnunum, tveimur drengjum. Hún býðst til þess að taka þá með sér upp á hótelherbergi til að horfa á mynd en verður bersýnilega reið þegar foreldrarnir hafna tilboðinu. „Þú ættir að vera kona sem leggur hart að þér og þú ættir að gera hvað þú getur fyrir börnin þín, svo þau eigi kost á betra lífi,“ segir Lohan við móður drengjanna. Þá virðist hún gera tilraun til að ræða við fólkið á erlendu tungumáli sem hún hefur ekki góð tök á. Að endingu tekur fjölskyldan saman eigur sínar og gengur í burtu en Lohan eltir. Við eftirförina sakar hún foreldrana um mansal og segir þá „eyðileggja arabíska menningu.“ Þá þvertekur hún fyrir að fara nema drengirnir fylgi henni. Í lok myndbandsins veitist Lohan að konunni sem hrindir Lohan í götuna. Myndbandið má sjá hér að neðan.Woke up to Lindsay Lohan getting socked while speaking in a fake accent trying to abduct children from their family. There's truly never been a better time to be alive. pic.twitter.com/ClaQkliXGH— A8 (@TheReelAnderson) September 29, 2018 Samfélagsmiðlanotendur brugðust margir ókvæða við birtingu myndbandsins og sökuðu Lohan um að hafa reynt að ræna drengjunum. Þá hefur aðför Lohan að fjölskyldunni verið sögð sláandi, ógeðsleg og óþægileg. Netverjar hafa þó fyrst og fremst furðað sig á myndbandinu, líkt og sjá má á viðbrögðunum hér að neðan.Everyone's cracking jokes about Lindsay Lohan trying to steal two Syrian refugee kids from their parents & getting punched in retaliation live on Instagram—but I'm actually outraged at her blatant white saviorism.— Ghazala Irshad (@ghazalairshad) September 29, 2018 Lindsay Lohan's IG live is one of the wildest things I've ever seen. She's speaking gibberish in a fake accent and trying to take two homeless boys to a hotel room against their parents wishes. Their mom pushes her to the ground and then Lindsey cries into the camera.— Camille (@camiwilliams_) September 29, 2018 Lindsay Lohan's IG live is one of the wildest things I've ever seen. She's speaking gibberish in a fake accent and trying to take two homeless boys to a hotel room against their parents wishes. Their mom pushes her to the ground and then Lindsey cries into the camera.— Camille (@camiwilliams_) September 29, 2018 Lindsay Lohan literally harassed and followed that family, tried to grab one of the kids, got punched in the face then had the nerve to be like "Wha!? Omg I'm so scared right now!" Girl...how do you think they- pic.twitter.com/WpVbLCwb7q— Zariya Jackson (@ZariThorn) September 29, 2018 Lohan hefur lengi glímt við áfengis- og eiturlyfjafíkn og hefur rætt opinskátt um erfiðleika í einkalífi sínu síðustu ár. Hún hefur ekki tjáð sig um atvikið þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir fjölmiðla vestanhafs.
Tengdar fréttir Lindsay Lohan byrjar með raunveruleikaþætti á MTV Barnastjarnan Lindsay Lohan mun snúa aftur á skjáinn í nýjum raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöðinni MTV. Þættirnir munu fylgja Lohan eftir þar sem hún sér um rekstur næturklúbbs á Grikklandi. 31. júlí 2018 19:38 Lindsay Lohan endurtekur átta uppáhalds línurnar úr Mean Girls Grínmyndin Mean Girls kom út árið 2004 og sló hún rækilega í gegn. 6. febrúar 2018 15:45 Lindsay Lohan á Íslandi: „Fallegur dagur með fallegu fólki“ „Fallegur dagur með fallegu fólki“ skrifar leikkonan Lindsay Lohan undir myndband sem hún sendi frá sér. Hún er stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn í gær á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 18. júní 2017 16:04 Mest lesið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Stjórinn mótmælir ICE með lagi um Minneapolis Tónlist Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp „Ég er óléttur“ Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Fleiri fréttir Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Sjá meira
Lindsay Lohan byrjar með raunveruleikaþætti á MTV Barnastjarnan Lindsay Lohan mun snúa aftur á skjáinn í nýjum raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöðinni MTV. Þættirnir munu fylgja Lohan eftir þar sem hún sér um rekstur næturklúbbs á Grikklandi. 31. júlí 2018 19:38
Lindsay Lohan endurtekur átta uppáhalds línurnar úr Mean Girls Grínmyndin Mean Girls kom út árið 2004 og sló hún rækilega í gegn. 6. febrúar 2018 15:45
Lindsay Lohan á Íslandi: „Fallegur dagur með fallegu fólki“ „Fallegur dagur með fallegu fólki“ skrifar leikkonan Lindsay Lohan undir myndband sem hún sendi frá sér. Hún er stödd hér á landi til að vera viðstödd brúðkaup vina sinna en samfélagsmiðlasérfræðingurinn Oliver Luckett giftist Scott Guinn í gær á Hótel Borealis við Úlfljótsvatn á Suðurlandi. 18. júní 2017 16:04
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“