Baldur: Fullt af mómentum þar sem okkur finnst brotið á okkur dómaralega séð Árni Jóhannsson skrifar 29. september 2018 16:38 Stjörnumenn fagna marki fyrr í sumar. vísir/bára „Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn.” „Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt.” „Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér.” „Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.” „Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira
„Ég vil byrja á því að óska Val til hamingju með Íslandsmeistaratitilinn. Þeir eru vel að þessu komnir“, sagði fyrirliði Stjörnumanna strax eftir leik sinna manna við FH fyrr í dag. Hann var beðinn um að fara yfir leikinn í dag áður en ferið væri yfir tímabilið. „Það er náttúrlega alltaf leiðinlegt að tapa en svona í ljósi úrslitanna þá skiptir það ekki eins miklu máli. Maður er ekki eins þungur og eftir KA leikinn og leikinn á móti ÍBV. Þar glötum við þessu úr okkar höndum og baráttunni um titilinn.” „Gríðarlega svekkjandi en þessi dagur snýst þá meira um það að muna hvar við töpuðum þessu og að fá almennilega loksins að fagna bikarmeistaratitlinum. Það er frábær árangur hjá okkur og þriðja sæti í mótinu er mjög fínt.” „Valur er með mjög gott lið og það er engin skömm í því að lenda neðar en þeir og Blikar. Við getum verið mjög sáttir með þriðja sætið og bikarinn og fögnum því vel í kvöld.“ Baldur var því næst spurður að því hversu mikil vonin hafi verið að ná í Íslandsmeistaratitilinn og var Baldur mjög hreinskilinn með hversu mikil hún var. „Hún var ekki mikil. Ég get alveg verið hreinskilinn með það. Valur heima á móti Keflavík þannig að hún var ekki mikil vonin. Við ætluðum okkur að vinna þennan leik hjá okkur og ég held að hann hafi verið skemmtilegur á að horfa, mikið um opin færi og sóknir á báða bóga þannig að það var mjög gaman.“ Baldur var beðinn um að gera upp tímabilið en það voru líklega einhver augnablik þar sem Stjörnumenn hefðu getað gert betur. „Fullt sem við hefðum getað gert betur og svo fullt af mómentum þar sem okkur finnst svona brotið á okkur dómaralega séð. En svona er þetta bara ef maður ætlar að vera með í baráttunni þá þarf allt að vera með þér.” „Vera með gott lið, góða stuðningsmenn og fá dóma jafnvel með þér en þetta spilar allt saman og ef við hefðum orðið tvöfaldir meistarar þá er það árangur sem sést mjög sjaldan. Þannig að við þurfum ekkert að vera svekktir með þetta, við tökum bikarinn.“ „Þetta mót var mjög jafnt þannig að það voru möguleikar í þessu móti þannig að það er að vísu svekkjandi en ég ítreka það enn og aftur að þetta var ógeðslega skemmtilegt tímabil.” „Eitt af skemmtilegri tímabilum sem ég hef spilað, fullt af jöfnum leikjum og svo ég tali nú ekki um stuðningsmennina okkar. Þeir eru yfirburðar stuðningsmenn og hafa verið í allt sumar.“ Baldur var að lokum spurður út í það hvort hann væri ekki klár í næsta tímabil og sagði Baldur: „Ó já, ég er blússandi klár. Það jákvæða við það að ná ekki titli er að þá gírast maður svo mikið upp að ná í hann á næsta ári og gera enn betur. Við stefnum bara á það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Sjá meira