Telja fiskeldi verða fyrir „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna“ Birgir Olgeirsson skrifar 28. september 2018 15:17 Eldiskvíar í Tálknafirði Arnarlax Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“ Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Stjórn Vestfjarðastofu, ásamt sveitarfélögunum Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Súðavík, Vesturbyggð, Tálknafirði og Strandabyggð, harma niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi í gær úr gildi tvö rekstrarleyfi sem Matvælastofnun veitti Fjarðarlaxi og Arctic Sea Farm til eldis á 17.500 tonnum af laxi í Patreksfirði og Tálknafirði. Vestfjarðarstofa er hagsmunaafl sveitarfélaganna á Vestfjörðum en í yfirlýsingu sem send var á fjölmiðla vegna ákvörðunarinnar kemur fram að úrskurðurinn muni hafa gríðarleg áhrif á atvinnulíf á Vestfjörðum sem og landið í heild. Er það Vestfjarðastofu og sveitarfélaganna að gera megi ráð fyrir miklu tapi á útflutningstekjum vegna úrskurðarins og krefst stjórn Vestfjarðarstofu þess að stjórnvöld grípi til aðgerða til að tryggja áframhaldandandi atvinnuuppbyggingu á svæðinu.Telja yfirvöld hafa áhrif á starfsöryggi með mistökumPétur G. Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og formaður stjórnar Vestfjarðastofu.Er því haldið fram að úrskurðurinn sé áfellisdómur yfir Alþingi, ríkisstjórn og eftirlitsstofnunum og ljóst sé að með skorti á stefnu, aðgerðarleysi og mistökum hafi yfirvöld haft grafalvarleg áhrif á atvinnuuppbyggingu og starfsöryggi fjölda manns. „Um er að ræða skýrt dæmi um sálarlausa stjórnsýslu þar sem framtíð fjölda fólks og margra byggðarlaga er sett í uppnám með einu pennastriki. Umhugsunarvert er hvernig stjórnsýslan hefur þróað með sér kerfi þar sem ákvarðanir eru teknar án þess að minnst sé á fólk, fjölskyldur eða samfélagslegar afleiðingar,“ segir í yfirlýsingunni. Þar segir jafnframt að Vestfirðingar hafi í gegnum aldirnar byggt afkomu sína á sjávarútvegi og að landshlutinn sé sá eini á Íslandi þar sem öll sveitarfélögin hafa umhverfisvottun Earth Check.Veki upp spurningar um stöðu annarra greina Í yfirlýsingunni er fiskeldi sagt umhverfisvæn atvinnugrein sem skapað geti umtalsverð útflutningsverðmæti fyrir land og þjóð og haft í för með sér jákvæða íbúaþróun. Þá er tekið fram að Vestfirðir sé stóriðjulausir og fjórðungurinn verði það áfram um ókomna tíð. Í ljósi þessa séu Vestfirðir í fararbroddi þegar kemur að umhverfismálum landsins. Þá er úrskurðurinn talinn vekja upp spurningar um stöðu annarra atvinnugreina og nýtingu náttúrunnar, hvort sem er til fiskeldis, ferðaþjónustu eða landbúnaðar gagnvart því sem kallað er „fordæmalausri og ósvífinni hagsmunabaráttu fámennra hópa auðmanna.“ „Það getur ekki verið vilji samfélagsins að stöðva allar framkvæmdir, hvort sem um er að ræða atvinnuuppbyggingu, úrbætur í vegamálum eða orkuflutningi og framleiðslu, með flókum kerfum sem ekki tala saman,“ segir jafnframt í yfirlýsingunni. Eru Vestfirðingar sagðir forviða yfir þessum úrskurði og beina þeim tilmælum til stjórnvalda að horfa til heildarhagsmuna þjóðarinnar í málefnum fiskeldis. „Sem er atvinnugrein í örum vexti á heimsvísu, enda ein umhverfisvænasta framleiðsluaðferð á matvælum sem mannkynið býr yfir. Mikilvægt er að fiskeldisuppbygging endi ekki í þeim sorglega farvegi að velkjast um í kerfinu í áratugi með óbætanlegu tjóni fyrir fyrirtækin, samfélögin sem um ræðir og þjóðarbúið.“
Bolungarvík Fiskeldi Strandabyggð Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Tengdar fréttir Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Fella leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði úr gildi Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun Matvælastofnunar um að veita fyrirtækjunum Fjarðarlax ehf. og Artic Sea Farm leyfi til laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði. 27. september 2018 20:53