Flugvélin strax framleigð og aldrei í notkun hér á landi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. september 2018 13:11 Farþegum og áhöfn var siglt í land á bátum. Vísir/AP Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er. Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Engir Íslendingar voru í áhöfn flugvélar flugfélagsins Air Niugini sem brotlendi í sjónum við eyjuna Chuuk í Míkrónesíu í nótt. Félagið leigir flugvélina af Flugleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair, en hún var aldrei í notkun hér á landi. Þetta kemur fram í svari Péturs Þ. Óskarssonar, framkvæmdastjóra samskiptasviðs Icelandair Group, við fyrirspurn Vísis. Í svari Péturs segir jafnframt að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair, hafi tekið umrædda flugvél á leigu frá alþjóðlega flugvélaleigufélaginu Avolon árið 2013. Vélin var framleigð til Air Niugini sama ár og var því aldrei í notkun á Íslandi. Slysið varð í flugi PX073 með Air Niugini frá Pohnpei til Chuuk í nótt og rataði atvikið í helstu fjölmiðla ytra. Í vélinni voru 35 farþegar og 12 áhafnarmeðlimir sem allir komust frá borði, að því er segir í yfirlýsingu Icelandair sem send var út í morgun. Fréttamiðlar hafa þó greint frá því síðan að farþegar hafi verið 36 og áhöfn talið 11 manns. Aðspurður segir Pétur enga Íslendinga hafa verið í áhafnarliðinu.Frá vettvangi við eyjuna Chuuk.EPA/ZACH NIEZGODSKIIcelandair fylgist nú náið með gangi mála. Í yfirlýsingu félagsins segir að félagið geri ekki ráð fyrir að Loftleiðir-Icelandic muni verða fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni vegna atviksins. Samkvæmt frétt Reuters var farþegum og áhöfn flugvélarinnar bjargað á bátum. Allir um borð í vélinni voru fluttir á sjúkrahús og hafa allir nema átta verið útskrifaðir. Fjórir þessara átta farþega eru töluvert slasaðir en ekki í lífshættu, að því er Reuters hefur eftir talsmanni sjúkrahússins. Tildrög slyssins eru enn óljós en í yfirlýsingu frá Air Niugini segir að veðurskilyrði á Chuuk-eyju hafi verið afar slæm þegar flugmenn gerðu tilraun til að lenda vélinni. Þá munu yfirvöld í heimalandi félagsins, Papúa Nýju-Gíneu, hefja rannsókn á slysinu eins fljótt og auðið er.
Fréttir af flugi Icelandair Míkrónesía Tengdar fréttir Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58 Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Leigðu flugvélina sem brotlenti í sjónum frá Icelandair Vélin er á leigu hjá Loftleiðum-Icelandic, dótturfélagi Icelandair Group, en er framleigð til flugfélagsins Air Niuigini. 28. september 2018 09:58
Farþegaflugvél brotlenti í lóni Farþegaflugvél brotlenti í lóni skammt frá alþjóðaflugvellinum á eyjunni Chuuk á Míkrónesíu. 28. september 2018 07:32