Uppsögnin hjá Arion nauðsynleg og frábær Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. september 2018 12:30 Ingi Rafn Sigurðsson ásamt samstarfsmönnum sínum hjá Karolina Fund, þeim Arnari Sigurðssyni og Jónmundi Gíslasyni, á árdögum síðunnar árið 2013. Vísir/vilhelm Framkvæmdastjóri Karolina fund telur ólíklegt að hópfjármögnunarsíðan hefði litið dagsins ljós ef ekki hefði verið fyrir stuðning stjórnvalda sem hann þáði á árunum eftir hrun bankakerfisins. Hann líkir stuðningum við borgaralaun – sem ríkissjóður hafi svo fengið margfalt til baka. Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina fund, ræddi sögu hópfjármögnunarsíðunnar í Harmageddon í gær. Síðan, sem leit dagsins ljós árið 2012, hefur skotið rótum og til marks um það segir Ingi að um tíma hafi Karonlina fund verið eitt þekktasta vörumerki landsins. Engan skyldi undra, enda margir sem látið hafa reyna á hópfjármögnun með aðstoð síðunnar á undanförnum 6 árum – og það með góðum árangri. Árangurshlutfallið á Karolina fund, þ.e. hversu mörg verkefni ná áætlaðri fjármögnun, er umtalsvert hærra en gengur og gerist á sambærilegum síðum. Ingi segir það vera um 70 prósent á Karolina fund, en 30 til 40 prósent á öðrum síðum. Ingi segir að hugmyndin að síðunni hafi kviknað skömmu eftir fall bankakerfisins á haustmánuðum ársins 2008. Þá starfaði Ingi í söludeild hjá Arion-banka og komst í kynni við marga einstaklinga sem höfðu fjármagnað skapandi verkefni, til að mynda bókaútgáfu, með lántöku. Eftir hrunið hafi margir þessara einstaklinga verið komnir í „verulega slæm mál,“ að sögn Inga. Á þessum árum hafi samfélagsmiðlar verið að ryðja sér til rúms og segist Ingi þá hafa lagt tvo og tvo saman. „Þá byrjaði ég að hugsa: Af hverju þarf maður að fara með svona [skapandi] verkefni í gegnum bankakerfið? Mér fannst alveg ljóst að það hlyti að vera hægt að gera svona í krafti tengsla sinna á samfélagsmiðlum,“ segir Ingi.Hann hafi því byrjað að vinna að uppsetningu síðunnar árið 2008, meðfram starfinu í bankanum. Ingi segist meðal annars hafa fengið vini sína með sér í lið sem nýkomnir voru úr námi erlendis – „alveg á kúpunni, komu beint heim í íslenska atvinnuleysið með engan rétt á atvinnuleysisbótum. Þeir höfðu ekkert betra að gera en að koma beint með mér inn í þetta.“Frábær uppsögn Að lokum hafi stofnmeðlimir Karolina fund verið átta, þar meðtalinn forritari sem fannst fyrir rælni á skrifstofunni sem fengin var undir starfsemina. Þegar þar var komið sögu, árið 2011, taldi Ingi rétt að tjá yfirmönnum sínum hjá Arion frá hliðarverkefninu sínu – sem varð til þess að honum var „sagt upp mjög fljótlega eftir þetta,“ að sögn Inga. Hann lýsir uppsögninni sem frábærri og nauðsynlegri. „Því það þýddi að ég hafði rétt á atvinnuleysisbótum,“ segir Ingi og bætir við að í atvinnuleysinu hafi hann að sama skapi fengið nægan tíma til að einbeita sér að uppsetningu Karolina fund. Ingi segist hafa leitað til Nýsköpunarmiðstöðvar sem hafi aðstoðað hann mikið í ferlinu. Hann hafi jafnframt sótt um atvinnusköpunarstyrk og fyrir vikið gat hann greitt forritaranum laun – „þau voru ekki há en hann gat alla vega farið í Bónus meðan hann vann að þessu,“ segir Ingi. Hann segist vilja líta á bæturnar og styrkina sem honum bauðst til að vinna að Karolina fund sem „borgaralaun.“ „Ég fékk leyfi til að vera með um 150 þúsund krónur á mánuði til að byggja upp fyrirtæki,“ segir Ingi. „Þetta hefur því kostað ríkið svolítinn pening, líklega um 150 þúsund krónur á mánuði í tvö ár.“Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, var meðal fyrstu hópfjármögnunarverkefna sem rötuðu á Karolina fund.Borgaralaun borga sig Karolina fund var svo ýtt úr vör árið 2012 og meðal fyrstu hópfjármögnunarverkefna síðunnar voru kvikmyndin Hross í oss og hljómplata frá Pétri Ben. Karolina fund innheimtir um 6% gjald af þeirri upphæð sem safnast, auk virðisaukaskatts og færslugjalda. Í heildina innheimtir síðan því um 9 til 10 prósent af söfnunarfénu að sögn Inga – „og þannig fer um 90 prósent plús í hendurnar á þeim sem safna.“ Ingi segir að ekki hafi liðið á löngu áður en Karolina fund sprakk út. Hópfjármögnunarverkefnum fjölgaði hratt og sífellt stærri hluti tekna síðunnar kom frá útlöndum. Það hafi því ekki tekið langan tíma fyrir Karolina fund að borga fjárfestingu ríkisins til baka. „Á þeim tíma tók einn mánuð fyrir skattana mína, starfsfólksins míns og opinber gjöld, virðisauka, tolla o.sfrv., að endurgreiða alla fjárfestingu ríkisins. Eftir tvo mánuði var fjárfestingin búin að tvöfaldast. Þetta er í mínum huga kjarninn í borgaralaunum,“ segir Ingi. „Það borgar sig að fjárfesta í mannauði, þegar mannauðurinn er kominn með einhverja hugmynd um hvert á að stefna og hvað hann ætlar að gera við tímann sinn. Það er auðvelt fyrir mig að segja það eftir á en það hefði ekki verið hægt að gera það fyrirfram.“ Hér að ofan má heyra Inga rekja sögu Karolina fund. Til að mynda útskýrir hann hvaðan nafn síðunnar er komið og hvað aðgreinir góð fjármögnunarverkefni frá þeim síðri. Hrunið Nýsköpun Skattar og tollar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira
Framkvæmdastjóri Karolina fund telur ólíklegt að hópfjármögnunarsíðan hefði litið dagsins ljós ef ekki hefði verið fyrir stuðning stjórnvalda sem hann þáði á árunum eftir hrun bankakerfisins. Hann líkir stuðningum við borgaralaun – sem ríkissjóður hafi svo fengið margfalt til baka. Ingi Rafn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Karolina fund, ræddi sögu hópfjármögnunarsíðunnar í Harmageddon í gær. Síðan, sem leit dagsins ljós árið 2012, hefur skotið rótum og til marks um það segir Ingi að um tíma hafi Karonlina fund verið eitt þekktasta vörumerki landsins. Engan skyldi undra, enda margir sem látið hafa reyna á hópfjármögnun með aðstoð síðunnar á undanförnum 6 árum – og það með góðum árangri. Árangurshlutfallið á Karolina fund, þ.e. hversu mörg verkefni ná áætlaðri fjármögnun, er umtalsvert hærra en gengur og gerist á sambærilegum síðum. Ingi segir það vera um 70 prósent á Karolina fund, en 30 til 40 prósent á öðrum síðum. Ingi segir að hugmyndin að síðunni hafi kviknað skömmu eftir fall bankakerfisins á haustmánuðum ársins 2008. Þá starfaði Ingi í söludeild hjá Arion-banka og komst í kynni við marga einstaklinga sem höfðu fjármagnað skapandi verkefni, til að mynda bókaútgáfu, með lántöku. Eftir hrunið hafi margir þessara einstaklinga verið komnir í „verulega slæm mál,“ að sögn Inga. Á þessum árum hafi samfélagsmiðlar verið að ryðja sér til rúms og segist Ingi þá hafa lagt tvo og tvo saman. „Þá byrjaði ég að hugsa: Af hverju þarf maður að fara með svona [skapandi] verkefni í gegnum bankakerfið? Mér fannst alveg ljóst að það hlyti að vera hægt að gera svona í krafti tengsla sinna á samfélagsmiðlum,“ segir Ingi.Hann hafi því byrjað að vinna að uppsetningu síðunnar árið 2008, meðfram starfinu í bankanum. Ingi segist meðal annars hafa fengið vini sína með sér í lið sem nýkomnir voru úr námi erlendis – „alveg á kúpunni, komu beint heim í íslenska atvinnuleysið með engan rétt á atvinnuleysisbótum. Þeir höfðu ekkert betra að gera en að koma beint með mér inn í þetta.“Frábær uppsögn Að lokum hafi stofnmeðlimir Karolina fund verið átta, þar meðtalinn forritari sem fannst fyrir rælni á skrifstofunni sem fengin var undir starfsemina. Þegar þar var komið sögu, árið 2011, taldi Ingi rétt að tjá yfirmönnum sínum hjá Arion frá hliðarverkefninu sínu – sem varð til þess að honum var „sagt upp mjög fljótlega eftir þetta,“ að sögn Inga. Hann lýsir uppsögninni sem frábærri og nauðsynlegri. „Því það þýddi að ég hafði rétt á atvinnuleysisbótum,“ segir Ingi og bætir við að í atvinnuleysinu hafi hann að sama skapi fengið nægan tíma til að einbeita sér að uppsetningu Karolina fund. Ingi segist hafa leitað til Nýsköpunarmiðstöðvar sem hafi aðstoðað hann mikið í ferlinu. Hann hafi jafnframt sótt um atvinnusköpunarstyrk og fyrir vikið gat hann greitt forritaranum laun – „þau voru ekki há en hann gat alla vega farið í Bónus meðan hann vann að þessu,“ segir Ingi. Hann segist vilja líta á bæturnar og styrkina sem honum bauðst til að vinna að Karolina fund sem „borgaralaun.“ „Ég fékk leyfi til að vera með um 150 þúsund krónur á mánuði til að byggja upp fyrirtæki,“ segir Ingi. „Þetta hefur því kostað ríkið svolítinn pening, líklega um 150 þúsund krónur á mánuði í tvö ár.“Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Hross í oss, var meðal fyrstu hópfjármögnunarverkefna sem rötuðu á Karolina fund.Borgaralaun borga sig Karolina fund var svo ýtt úr vör árið 2012 og meðal fyrstu hópfjármögnunarverkefna síðunnar voru kvikmyndin Hross í oss og hljómplata frá Pétri Ben. Karolina fund innheimtir um 6% gjald af þeirri upphæð sem safnast, auk virðisaukaskatts og færslugjalda. Í heildina innheimtir síðan því um 9 til 10 prósent af söfnunarfénu að sögn Inga – „og þannig fer um 90 prósent plús í hendurnar á þeim sem safna.“ Ingi segir að ekki hafi liðið á löngu áður en Karolina fund sprakk út. Hópfjármögnunarverkefnum fjölgaði hratt og sífellt stærri hluti tekna síðunnar kom frá útlöndum. Það hafi því ekki tekið langan tíma fyrir Karolina fund að borga fjárfestingu ríkisins til baka. „Á þeim tíma tók einn mánuð fyrir skattana mína, starfsfólksins míns og opinber gjöld, virðisauka, tolla o.sfrv., að endurgreiða alla fjárfestingu ríkisins. Eftir tvo mánuði var fjárfestingin búin að tvöfaldast. Þetta er í mínum huga kjarninn í borgaralaunum,“ segir Ingi. „Það borgar sig að fjárfesta í mannauði, þegar mannauðurinn er kominn með einhverja hugmynd um hvert á að stefna og hvað hann ætlar að gera við tímann sinn. Það er auðvelt fyrir mig að segja það eftir á en það hefði ekki verið hægt að gera það fyrirfram.“ Hér að ofan má heyra Inga rekja sögu Karolina fund. Til að mynda útskýrir hann hvaðan nafn síðunnar er komið og hvað aðgreinir góð fjármögnunarverkefni frá þeim síðri.
Hrunið Nýsköpun Skattar og tollar Mest lesið Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Sjá meira