Vilja ekki að Kókómjólkur-Klói sé bendlaður við bjór Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. september 2018 09:56 Klói, kókómjólkurköttur og bjór. Vísir/BORG/MS Mjólkursamsalan (MS) hefur farið þess á leit við brugghúsið Borg að það láti af notkun auðkennisins „Klói“ í bjórbruggun sinni. Tilefnið er súkkulaði-porter sem Borg kynnti til leiks um síðastliðin mánaðamót, en hann ber sama nafn og kötturinn sem MS hefur notað til auðkenningar á kókómjólk fyrirtækisins - Klói. Þar að auki var nafn bjórsins ritað með gulu og bleiku letri, sömu litum og sjá má á feldi kókómjólkurkattarins. Bjórinn var framleiddur í takmörkuðu upplagi en í honum var að finna súkkulaðihismi frá Omnom. Í bréfi sem MS sendi á Borg, og reifað er í Morgunblaðinu í dag, segist Mjólkursamsalan telja að notkun Borgar á Klóa-nafninu feli í sér „óréttmæta viðskiptahætti sem séu til þess fallnir að afla félaginu viðskipta með ótilhlýðilegum hætti á kostnað áralangrar markaðssetningar MS.“ MS telur þar að auki að notkun Borgar á auðkenninu geti valdið „ruglingi og þau hughrif gætu skapast hjá neytendum að tengsl séu milli kókómjólkur og bjórtegundarinnar.“ Í samtali við Morgunblaðið segist Árni Theódór Long, bruggmeistari hjá Borg, gáttaður á þessum bréfsendingum MS. Hann hafi hreinlega verið búinn að gleyma þessu „súkkulaðimjólkurdæmi,“ bjórinn hafi selst upp á örfáum dögum og að fyrirtæki væri nú að einbeita sér að framleiðslu jólabjórs Borgar. „Ég var líka alltaf meiri Kappa-maður, svo er ég litblindur í þokkabót. Þetta er þá annars ekki í fyrsta skipti sem köttur er að þvælast í nágrannahúsum í Reykjavík,“ er haft eftir bruggmeistaranum Árna. Neytendur Tengdar fréttir Klói er orðinn köttaður Uppskriftin af Kókómjólkinni er þó alltaf sú sama, þrátt fyrir að upplýsingar um næringainnihald hafi breyst. 16. júlí 2014 14:31 „In love við the Kókó“: Björn Bragi hannar nýja auglýsingu "Ég er búinn að hanna nýja auglýsingu fyrir Kókómjólk. Þarf ekkert að fá borgað fyrir hana.“ 28. janúar 2015 09:55 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Mjólkursamsalan (MS) hefur farið þess á leit við brugghúsið Borg að það láti af notkun auðkennisins „Klói“ í bjórbruggun sinni. Tilefnið er súkkulaði-porter sem Borg kynnti til leiks um síðastliðin mánaðamót, en hann ber sama nafn og kötturinn sem MS hefur notað til auðkenningar á kókómjólk fyrirtækisins - Klói. Þar að auki var nafn bjórsins ritað með gulu og bleiku letri, sömu litum og sjá má á feldi kókómjólkurkattarins. Bjórinn var framleiddur í takmörkuðu upplagi en í honum var að finna súkkulaðihismi frá Omnom. Í bréfi sem MS sendi á Borg, og reifað er í Morgunblaðinu í dag, segist Mjólkursamsalan telja að notkun Borgar á Klóa-nafninu feli í sér „óréttmæta viðskiptahætti sem séu til þess fallnir að afla félaginu viðskipta með ótilhlýðilegum hætti á kostnað áralangrar markaðssetningar MS.“ MS telur þar að auki að notkun Borgar á auðkenninu geti valdið „ruglingi og þau hughrif gætu skapast hjá neytendum að tengsl séu milli kókómjólkur og bjórtegundarinnar.“ Í samtali við Morgunblaðið segist Árni Theódór Long, bruggmeistari hjá Borg, gáttaður á þessum bréfsendingum MS. Hann hafi hreinlega verið búinn að gleyma þessu „súkkulaðimjólkurdæmi,“ bjórinn hafi selst upp á örfáum dögum og að fyrirtæki væri nú að einbeita sér að framleiðslu jólabjórs Borgar. „Ég var líka alltaf meiri Kappa-maður, svo er ég litblindur í þokkabót. Þetta er þá annars ekki í fyrsta skipti sem köttur er að þvælast í nágrannahúsum í Reykjavík,“ er haft eftir bruggmeistaranum Árna.
Neytendur Tengdar fréttir Klói er orðinn köttaður Uppskriftin af Kókómjólkinni er þó alltaf sú sama, þrátt fyrir að upplýsingar um næringainnihald hafi breyst. 16. júlí 2014 14:31 „In love við the Kókó“: Björn Bragi hannar nýja auglýsingu "Ég er búinn að hanna nýja auglýsingu fyrir Kókómjólk. Þarf ekkert að fá borgað fyrir hana.“ 28. janúar 2015 09:55 Mest lesið Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Sjónvarpsapp Sýnar aðgengilegt í Samsung sjónvörpum Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Neytendur Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Neytendur Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Þessi í vinnunni sem þykist vita allt og hefur alltaf rétt fyrir sér Atvinnulíf Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Sjá meira
Klói er orðinn köttaður Uppskriftin af Kókómjólkinni er þó alltaf sú sama, þrátt fyrir að upplýsingar um næringainnihald hafi breyst. 16. júlí 2014 14:31
„In love við the Kókó“: Björn Bragi hannar nýja auglýsingu "Ég er búinn að hanna nýja auglýsingu fyrir Kókómjólk. Þarf ekkert að fá borgað fyrir hana.“ 28. janúar 2015 09:55
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur