Fólk fær einn séns með nýju stöðumælana Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. september 2018 06:00 Nýju stöðumælarnir hafa ruglað nokkra ökumenn. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Nýir gjaldmælar Bílastæðasjóðs hafa ruglað ökumenn nokkuð í ríminu. Framkvæmdastjóri sjóðsins segir að fólk fái eitt tækifæri til að aðlagast nýja kerfinu. Fyrstu nýju mælarnir voru teknir í notkun fyrir mánuði. „Við erum að vinna í því að skipta síðustu gömlu mælunum út og það ætti að takast öðrum hvorum megin við helgina. Í raun eru þetta gömlu mælarnir nema búið er að uppfæra innvolsið og setja lyklaborð á þá,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdastjóri Bílastæðasjóðs. Verkefnið var boðið út en tilboðið sem fallist var á var nokkuð yfir kostnaðaráætlun. Kostnaður sjóðsins vegna breytinganna hleypur á tugum milljóna. Gömlu mælarnir voru seldir og gjaldmælum fækkað nokkuð. „Við vorum hálfpartinn neydd í þessa breytingu þar sem gömlu mælarnir ná ekki að uppfylla núverandi kortaöryggiskröfur. Sem stendur er unnið að því að fækka mælum jafnt og þétt og færa þetta yfir í símana,“ segir Kolbrún. Sumt við nýju mælana er áþekkt þeim gömlu en þó eru þar nokkrar grundvallarbreytingar. Á þeim er skjár sem sýnir stöðuna í ferlinu og að auki er þar að finna lyklaborð. Það er notað til þess að slá inn bílnúmer en með því móti verður óþarft að setja útprentaðan miða ofan á mælaborð bílsins. „Þú hefur val um að setja inn bílnúmerið. Ef það er ekki gert þá er hægt að fara með miðann í bílinn og gera þetta á gamla mátann,“ segir Kolbrún. Nokkuð hefur verið um það að notendur lendi í klandri með nýju mælana og nokkuð stofnast af sektum af þeim sökum. Dæmi eru um að fólk álíti að mælarnir séu að heimta alltof langan tíma ásamt fleiri hnökrum. „Það er í raun klaufaskapur ökumanns. Við höfum fengið slík mál til okkar en þá höfum við verið að gefa séns í eitt skipti og þannig verður það sennilega fram að jólum,“ segir Kolbrún. „Ef fólk er ítrekað að gera sömu mistök þá er það auðvitað ekki trúverðugt og stutt í sektina. En það ættu allir að vera búnir að læra þetta fyrir jól.“Leiðbeiningar fyrir nýju gjaldmælana:Hægt er að greiða með klinki og korti.Kjósi fólk að slá ekki inn bílnúmer er hægt að slá inn bullnúmer (t.d. XXX-XXX eða 000-000).+ takkinn bætir við 100 kr. ++ takkinn bætir við 500 kr. Upphæðin birtist á skjánum. Ráðlagt er að fylgjast með skjánum allt ferlið.Hægt er að ýta á X til að stöðva ferlið og byrja upp á nýtt.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56 Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni Sjá meira
Smápeningar í stöðumæla liðin tíð í borginni Reykvískir ökumenn geta frá og með deginum í dag lagt þeim sið að aka um með öskubakka og aðrar hirslur bifreiða sinna fullar af smápeningum ætluðum stöðumælum. 27. mars 2008 10:56
Stöðumælar settir upp á ferðamannastöðum í sumar Gestir á Þingvöllum og í Reynisfjöru munu þurfa að greiða bifreiðastæðagjald frá og með í sumar. 12. apríl 2016 17:50