Eins og í Twilight Zone segir Kavanaugh um ásakanir þriðju konunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. september 2018 21:00 Brett Kavanaugh. AP/Manuel Balce Ceneta Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. BBC greinir frá. Konan, Julie Swetnick, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að Kavanaugh hafi tekið þátt í að byrla stúlkum ólyfjan og beita þær kynferðislegu ofbeldi í partýum á níunda áratug síðustu aldar. Þá segist hún hafa verið fórnarlamb hópnauðgunar sem hún segir hafa átt sér stað í veislu sem Kavanaugh var gestur í. Swetnick bætist þar með í hóp Christine Blasey Ford og Deborah Ramirez sem báðar hafa sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Lögfræðingur Swetnick er Michael Avenatti sem helst hefur getið sér frægðar fyrir að vera lögfræðingur Stormy Daniels í deilum hennar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Segir hann að Swetnick sé tilbúinn að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkjanna, líkt og Ford mun gera á morgun.Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.Vísir/GettyAlvarlegar ásakanir Í yfirlýsingu Swetnick segir að Kavanaugh og vinur hans hafi stundað það að koma lyfjum og áfengi fyrir í drykkjum í veislum með það að markmiði að gera stúlkum erfiðara vik um að segja nei við stráka í veislunum.Sjá einnig: Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrotÞá segir hún að Kavanaugh hafi verið viðstaddur er hún mátti þola að vera nauðgað af hóp stráka eftir að henni hafi verið byrlað ólyfjan. Segist hún einnig hafa verið viðstödd fjölmargar veislur þar sem Kavanaugh varð mjög ölvaður og hegðaði sér ósæmilega í garð stúlkna í veislunum, þar á meðal hafi hann ítrekað reynt að afklæða þær. Ford mætir Kavanaugh á morgun Í yfirlýsingu vegna ásakanna segir Kavanaugh að ásakanir Swetnick séu „fáranlegar“ og í ætt við eitthvað sem ætti heima í sjónvarpsþættinum Twilight Zone, þar sem iðulega var fjallað um fjarstæðukennda hluti. Segist Kavanaugh ekki vita hver Swetnick sé og að þeir atburðir sem hún lýsi í yfirlýsingunni hafi ekki gerst. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að ásakanir Ford og Ramirez eigi sér stoð í raunveruleikanum. Sem áður segir mun Ford mæta fyrir dómsmálanefndina á morgun, ásamt Kavanaugh, þar sem hún mun svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar. Þeim til stuðnings hefur hún meðal annars lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar fra fjórum einstaklingum þar sem þeir segja að Ford hafi rætt það sem hún sakar Kavanaugh um löngu áður en hún steig fram í sviðsljósið á dögunum. Þá gáfu lögfræðingar hennar einnig út niðurstöðu lygamælinga sem hún fór í vegna málsins. Stóðst hún slíkt próf. Donald Trump Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Þriðja konan hefur nú stigið fram og sakað Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Bandaríkjaforseta, um kynferðislegt ofbeldi. Kavanaugh segir að ásakanir hennar séu fjarstæðukenndar. BBC greinir frá. Konan, Julie Swetnick, segir í eiðsvarinni yfirlýsingu að Kavanaugh hafi tekið þátt í að byrla stúlkum ólyfjan og beita þær kynferðislegu ofbeldi í partýum á níunda áratug síðustu aldar. Þá segist hún hafa verið fórnarlamb hópnauðgunar sem hún segir hafa átt sér stað í veislu sem Kavanaugh var gestur í. Swetnick bætist þar með í hóp Christine Blasey Ford og Deborah Ramirez sem báðar hafa sakað Kavanaugh um kynferðislegt ofbeldi. Lögfræðingur Swetnick er Michael Avenatti sem helst hefur getið sér frægðar fyrir að vera lögfræðingur Stormy Daniels í deilum hennar við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Segir hann að Swetnick sé tilbúinn að mæta fyrir dómsmálanefnd öldungadeildarþings Bandaríkjanna, líkt og Ford mun gera á morgun.Ásakanirnar hafa tafið staðfestingarferlið.Vísir/GettyAlvarlegar ásakanir Í yfirlýsingu Swetnick segir að Kavanaugh og vinur hans hafi stundað það að koma lyfjum og áfengi fyrir í drykkjum í veislum með það að markmiði að gera stúlkum erfiðara vik um að segja nei við stráka í veislunum.Sjá einnig: Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrotÞá segir hún að Kavanaugh hafi verið viðstaddur er hún mátti þola að vera nauðgað af hóp stráka eftir að henni hafi verið byrlað ólyfjan. Segist hún einnig hafa verið viðstödd fjölmargar veislur þar sem Kavanaugh varð mjög ölvaður og hegðaði sér ósæmilega í garð stúlkna í veislunum, þar á meðal hafi hann ítrekað reynt að afklæða þær. Ford mætir Kavanaugh á morgun Í yfirlýsingu vegna ásakanna segir Kavanaugh að ásakanir Swetnick séu „fáranlegar“ og í ætt við eitthvað sem ætti heima í sjónvarpsþættinum Twilight Zone, þar sem iðulega var fjallað um fjarstæðukennda hluti. Segist Kavanaugh ekki vita hver Swetnick sé og að þeir atburðir sem hún lýsi í yfirlýsingunni hafi ekki gerst. Hann hefur einnig þvertekið fyrir að ásakanir Ford og Ramirez eigi sér stoð í raunveruleikanum. Sem áður segir mun Ford mæta fyrir dómsmálanefndina á morgun, ásamt Kavanaugh, þar sem hún mun svara spurningum þingmanna um ásakanir hennar. Þeim til stuðnings hefur hún meðal annars lagt fram eiðsvarnar yfirlýsingar fra fjórum einstaklingum þar sem þeir segja að Ford hafi rætt það sem hún sakar Kavanaugh um löngu áður en hún steig fram í sviðsljósið á dögunum. Þá gáfu lögfræðingar hennar einnig út niðurstöðu lygamælinga sem hún fór í vegna málsins. Stóðst hún slíkt próf.
Donald Trump Tengdar fréttir Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37 Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05 Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Önnur kona sakar Kavanaugh um kynferðisbrot Deborah Ramirez, skólasystir dómarans úr Yale háskóanum, segir frá ásökununum í viðtali við the New Yorker. 24. september 2018 06:37
Réðu konu til að ræða við meint fórnarlamb Kavanaugh Allir ellefu þingmenn Repúblikanaflokksins í dómsmálanefndinni eru eldri karlar og hafa þeir óttast hvernig það myndi líta út að þeir myndu spyrja hana út í ásakanir hennar og óttast að tapa atkvæðum kvenna þegar svo stutt er í þingkosningar. 25. september 2018 23:05
Sífellt fleiri trúa að Kavanaugh sé sekur um kynferðisbrot Kannanir sýna að sífellt fleiri kjósendur í Bandaríkjunum snúast gegn Brett Kavanaugh, sem er tilnefndur sem hæstaréttadómari, en hann er sakaður um kynferðisbrot á yngri árum. Hann segist þó alls ekki ætla að draga sig í hlé, enda sé ekkert hæft í þeim ásökunum. 25. september 2018 11:49