KSÍ vill yfirbyggðan völl með opnanlegu þaki sem gæti borgað sig á áratug Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. september 2018 13:49 Guðni Bergsson vill yfirbyggðan völl. fréttablaðið Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ. Íslenski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist vilja sjá nýjan Laugardalsvöll yfirbyggðan með opnanlegu þaki en slík framkvæmd gæti kostað átta milljarða samkvæmt úttekt ráðgjafafyrirtækisins Lagerdere Sports. Guðni greindi frá hug sínum og sambandsins á ráðstefnu í höfuðstöðvum KSÍ í dag sem var haldin í samstarfi við breska sendiráðið og bresk-íslenska viðskiptaráðið. Þar voru mættir íþróttamálaráðherrar Íslands og Bretlands og nokkrir af færustu arkitektum Bretlands sem fóru yfir árangurinn sem þeir hafa náð í byggingu flottra valla og rekstur á þeim. „Ef við viljum viðhalda þessum árangri okkar verðum við að gera eitthvað við gamla góða völlinn okkar. Hann hefur þjónað okkur í 60 ár en eins góður og hann er þá skýlir hann okkur ekki frá veðri og vindum,“ sagði Guðni í ræðu sinni. „Ef við viljum halda áfram og komast lengra þurfum við betri og nútímalegri völl. Reynsla okkar Íslendinga að byggja velli er ekki mikil og því höfum við sótt ráðgjöf út fyrir landssteinanna.“ Guðni vísaði þar til fyrirtækisins Lagerdare Sports sem skilaði skýrslu um nýjan Laugardalsvöll í samstarfi við Borgarbrag. Út frá henni var skipaður starfshópur fólks frá KSÍ, Reykjavíkurborg og ríkinu sem á að velja á milli þriggja hugmynda. Ein hugmyndin var að laga núverandi ástand Laugardalsvallar sem kostar um 600 milljónir, byggja nýjan völl án þaks sem kostar fimm milljarða króna og svo yfirbyggðan völl sem kostar átta milljarða króna. Nú þegar undankeppni EM er spiluð frá mars til mars getur Ísland hvorki byrjað undankeppnir fyrir Evrópumótin á heimavelli né endað á heimavelli vegna veðurs. „Þetta er ekki gott í þessari miklu samkeppni sem fótboltinn er. Við viljum byggja völl með opnanlegu þaki. Þá getum við ekki bara spilað heimaleiki okkar hvenær sem er heldur getum við líka nýtt hann fyrir stærri tónleika og ráðstefnur,“ segir Guðni. „Við teljum að með því að eyða meiri fjármunum með því að byggja þak yfir völlinn mun sá peningur sem fer í þakið skila sér til baka inn í hagkerfið á tíu árum,“ sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ.
Íslenski boltinn Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Sjá meira