Katrín ræður tímanum og getur breytt honum Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. september 2018 08:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG. fréttablaðið/anton brink Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Sem stendur er unnið að könnun á því í forsætisráðuneytinu hvort fýsilegt sé að seinka klukkunni hér á landi um eina klukkustund. Óvissa var um undir hvaða ráðuneyti málefnið heyrði. Klukkan á Íslandi hefur verið óbreytt frá 1968. Í janúar skilaði starfshópur um leiðréttingu klukkunnar minnisblaði til heilbrigðisráðherra. Niðurstaða hópsins var sú að núverandi fyrirkomulag, að miða við miðtíma Greenwich þótt Ísland sé talsvert vestan miðlínu, hafi ýmis neikvæð áhrif á heilsufar fólks. Neikvæð áhrif felist meðal annars í auknum líkum á ýmsum sjúkdómum, verri námsárangri, aukinni depurð og klukkuþreytu. Ekki er lagt til að tekinn verði upp sumar- og vetrartími. Þegar minnisblaðið lá fyrir lagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra það fyrir á ríkisstjórnarfundi og tók undir niðurstöðu hópsins. Þá lá hins vegar ekki fyrir hvaða ráðherra stjórnarinnar hefði forráð yfir málum tímans. Að mati forsætisráðuneytisins fellur tíminn samkvæmt forsetaúrskurði um skiptingu málefna Stjórnarráðsins undir „annað“ og þar með forsætisráðuneytið. „Málið er ekki á þingmálaskrá minni fyrir þetta þing en inni í ráðuneyti stendur yfir vinna þar sem verið er að fara yfir það, meðal annars með tilliti til þeirra umsagna sem fengust þegar málið var lagt fyrir síðast á þingi,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Þingsályktunartillögur um breytingu klukkunnar hafa ítrekað verið lagðar fram á Alþingi án þess að ná fram að ganga. Fylgismenn breytingarinnar fengu byr undir báða vængi fyrir rétt tæpu ári þegar tilkynnt var að rannsóknir tengdar líkamsklukkunni hefðu hlotið Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði. Athugasemdir gegn breytingu hafa á móti flestar komið frá viðskiptalífinu og íþróttahreyfingunni. Icelandair mótmælti breytingu til að mynda á þeim grunni að fyrirtækið hefði lagt mikla vinnu í að öðlast hefðarrétt á afgreiðslutímum á flugvöllum og að breytingarnar hefðu mikil áhrif á leiðaáætlun félagsins. Íþróttahreyfingin bendir síðan á að minna sólarljós að sumri til myndi þýða að íþróttamannvirki verði verr nýtt en nú er. „Velferðarráðuneytið fjallaði um málið út frá lýðheilsusjónarmiðum en við erum að skoða aðrar hliðar málsins heildstætt. Það skýrist á næsta þingi [2019-20, innsk. blm.] hvort ég legg málið fram eða ekki,“ segir Katrín.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37 Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18 Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Innlent Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Innlent Fleiri fréttir Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Sjá meira
Heilbrigðisráðherra skipar starfshóp um leiðréttingu klukkunnar Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra hefur skipað starfshóp til að kanna ávinning fyrir lýðheilsu og vellíðan landsmanna af því að leiðrétta klukkuna hér á landi. 23. nóvember 2017 14:37
Starfshópur leggur til að klukkan verði leiðrétt Starfshópurinn mælir gegn því að hafa sumar- og vetrartíma og vísar til þess að rannsóknir bendi til þess að slíkar breytingar hafi neikvæð áhrif á heilsu fólks. 8. febrúar 2018 21:18