Ríkið beðið um aðstoð við að breyta sulli í gull í Árborg Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 25. september 2018 07:30 Mynd af tveggja þrepa hreinsistöð með beltasíun eins og verður í nýju tveggja þrepa hreinsistöðinni við bakka Ölfusár á Selfossi. Fráveitumál í Sveitarfélaginu Árborg hafa lengi verið til vandræða, ekki síst á Selfossi þar sem allt skolp fer óhreinsað út í Ölfusá. Nú á að fara að taka á málinu með byggingu tveggja þrepa hreinsistöðvar við bakka Ölfusár við Geitanes sem verður mun ódýrari framkvæmd vegna nýrra lausna á sviði fráveitna.Ölfusá skilgreind sem viðtaki „Síðustu ár hafa bæjaryfirvöld hér verið að lemja hausnum í stein og reynt að fá Ölfusá skilgreinda sem síður viðkvæman viðtaka gagnvart stjórnvöldum og eftirlitsaðilum, þegar áin er skilgreind sem venjulegur viðtaki samkvæmt lögum og reglugerðum. Fráveituvatn sem leitt er út í síður viðkvæman viðtaka þarf einungis eins þreps hreinsun eða grófhreinsun eins og það er stundum kallað og átti samkvæmt áætlunum fyrri bæjarstjórnarmeirihluta að setja upp við Ölfusá. En aftur á móti áður en fráveituvatn er leitt út í venjulegan viðtaka eins og Ölfusáin er skilgreind, þá þarf tveggja þrepa hreinsun,“ segir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrú í meirihlutanum og formaður framkvæmda og veitustjórnar í Árborg. Með tveggja þrepa hreinsun er fráveituvatn fyrst grófhreinsað, svo fer það í gegnum það sem kallað er annað þrep en það þrep miðar að því að ná niður magni svifagna og lífræns efnis í fráveituvatninu áður en það er losað í viðtakann.Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar í pontu á fundi bæjarstjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það er svo hægt að ná niður magni þessara svifagna og lífræns efnis með ýmsum aðferðum svo sem setlaugum og slíku sem taka mikið pláss og eru kostnaðarsamar í framkvæmd. En nú er sem sagt komin fram tækni sem byggir á beltasíun sem er mun minni umfangs og töluvert ódýrari kostur en eldri lausnir. Það er svo mögulegt, ef þurfa þykir, að bæta við þriðja og síðasta hreinsunarþrepinu aftan við þetta hreinsivirki, sem myndi gera fráveituvatnið svo tært að það verði orðið drykkjarhæft áður en það er losað í Ölfusá,“ segir Tómas.Tveggja þrepa hreinsistöð fyrir 1,2 milljarð króna Nú hefur verið ákveðið að koma upp tveggja þrepa hreinsistöð við Ölfusá sem mun kosta 1,2 til 1,5 milljarða króna en áður var talið að þessi kostnaður yrði á bilinu 5 til 6 milljarðar króna. „Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdir við tveggja þrepa hreinsistöðina muni hefjast næsta haust, þ.e. haustið 2019 og að stöðin muni verða tekin í notkun árið 2021. Samhliða byggingu hennar munum við vinna að framtíðarlausn á fráveitumálum við strandlengjuna og láta kanna hvort að beltasíun henti ekki einnig þar. Það er mikið fagnaðarefni fyrir bæjaryfirvöld og íbúa í Árborg að komin sé fram lausn á mesta fráveituvanda sveitarfélagsins á ásættanlegu verði. Komandi framkvæmdir eru þó engu að síður dýrar og það myndi hjálpa okkur og öðrum sveitarfélögum mikið sem standa í svipuðum sporum að ríkisstjórnin sem nú er við völd myndi hætta að rukka inn virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum líkt og gert var á árunum 1995 til 2008,“ segir Tómas Ellert. „Ég skora hér með á ríkisstjórnina og alþingismenn að koma nú til móts við byggðir landsins í komandi fjárlögum og fella niður virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum, enda í hæsta móti óeðlilegt að ríkið sé að hafa tekjur af skólpi. Aðstoðið okkur frekar við að breyta þessu sulli í gull.“ Stj.mál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00 Karlkyns kennarar kenni strákum kynfræðslu Ungmennaráð Árborgar vill að karlkynskennarar kenni líka strákum kynfræðslu. 20. september 2018 14:33 Nýr fimm milljóna króna bíll keyptur fyrir bæjarstjóra Árborgar Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri í Árborg fær splunkunýjan bíl til afnota frá sveitarfélaginu. 8. september 2018 09:38 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Fráveitumál í Sveitarfélaginu Árborg hafa lengi verið til vandræða, ekki síst á Selfossi þar sem allt skolp fer óhreinsað út í Ölfusá. Nú á að fara að taka á málinu með byggingu tveggja þrepa hreinsistöðvar við bakka Ölfusár við Geitanes sem verður mun ódýrari framkvæmd vegna nýrra lausna á sviði fráveitna.Ölfusá skilgreind sem viðtaki „Síðustu ár hafa bæjaryfirvöld hér verið að lemja hausnum í stein og reynt að fá Ölfusá skilgreinda sem síður viðkvæman viðtaka gagnvart stjórnvöldum og eftirlitsaðilum, þegar áin er skilgreind sem venjulegur viðtaki samkvæmt lögum og reglugerðum. Fráveituvatn sem leitt er út í síður viðkvæman viðtaka þarf einungis eins þreps hreinsun eða grófhreinsun eins og það er stundum kallað og átti samkvæmt áætlunum fyrri bæjarstjórnarmeirihluta að setja upp við Ölfusá. En aftur á móti áður en fráveituvatn er leitt út í venjulegan viðtaka eins og Ölfusáin er skilgreind, þá þarf tveggja þrepa hreinsun,“ segir Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrú í meirihlutanum og formaður framkvæmda og veitustjórnar í Árborg. Með tveggja þrepa hreinsun er fráveituvatn fyrst grófhreinsað, svo fer það í gegnum það sem kallað er annað þrep en það þrep miðar að því að ná niður magni svifagna og lífræns efnis í fráveituvatninu áður en það er losað í viðtakann.Tómas Ellert Tómasson, formaður framkvæmda og veitustjórnar Árborgar í pontu á fundi bæjarstjórnar Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það er svo hægt að ná niður magni þessara svifagna og lífræns efnis með ýmsum aðferðum svo sem setlaugum og slíku sem taka mikið pláss og eru kostnaðarsamar í framkvæmd. En nú er sem sagt komin fram tækni sem byggir á beltasíun sem er mun minni umfangs og töluvert ódýrari kostur en eldri lausnir. Það er svo mögulegt, ef þurfa þykir, að bæta við þriðja og síðasta hreinsunarþrepinu aftan við þetta hreinsivirki, sem myndi gera fráveituvatnið svo tært að það verði orðið drykkjarhæft áður en það er losað í Ölfusá,“ segir Tómas.Tveggja þrepa hreinsistöð fyrir 1,2 milljarð króna Nú hefur verið ákveðið að koma upp tveggja þrepa hreinsistöð við Ölfusá sem mun kosta 1,2 til 1,5 milljarða króna en áður var talið að þessi kostnaður yrði á bilinu 5 til 6 milljarðar króna. „Við gerum ráð fyrir því að framkvæmdir við tveggja þrepa hreinsistöðina muni hefjast næsta haust, þ.e. haustið 2019 og að stöðin muni verða tekin í notkun árið 2021. Samhliða byggingu hennar munum við vinna að framtíðarlausn á fráveitumálum við strandlengjuna og láta kanna hvort að beltasíun henti ekki einnig þar. Það er mikið fagnaðarefni fyrir bæjaryfirvöld og íbúa í Árborg að komin sé fram lausn á mesta fráveituvanda sveitarfélagsins á ásættanlegu verði. Komandi framkvæmdir eru þó engu að síður dýrar og það myndi hjálpa okkur og öðrum sveitarfélögum mikið sem standa í svipuðum sporum að ríkisstjórnin sem nú er við völd myndi hætta að rukka inn virðisaukaskatt af slíkum framkvæmdum líkt og gert var á árunum 1995 til 2008,“ segir Tómas Ellert. „Ég skora hér með á ríkisstjórnina og alþingismenn að koma nú til móts við byggðir landsins í komandi fjárlögum og fella niður virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum, enda í hæsta móti óeðlilegt að ríkið sé að hafa tekjur af skólpi. Aðstoðið okkur frekar við að breyta þessu sulli í gull.“
Stj.mál Sveitarstjórnarmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00 Karlkyns kennarar kenni strákum kynfræðslu Ungmennaráð Árborgar vill að karlkynskennarar kenni líka strákum kynfræðslu. 20. september 2018 14:33 Nýr fimm milljóna króna bíll keyptur fyrir bæjarstjóra Árborgar Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri í Árborg fær splunkunýjan bíl til afnota frá sveitarfélaginu. 8. september 2018 09:38 Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Sjá meira
Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00
Karlkyns kennarar kenni strákum kynfræðslu Ungmennaráð Árborgar vill að karlkynskennarar kenni líka strákum kynfræðslu. 20. september 2018 14:33
Nýr fimm milljóna króna bíll keyptur fyrir bæjarstjóra Árborgar Gísli Halldór Halldórsson, nýr bæjarstjóri í Árborg fær splunkunýjan bíl til afnota frá sveitarfélaginu. 8. september 2018 09:38