Rúnar: Lélegasta frammistaða sem ég hef séð Svava Kristín Grétarsdóttir skrifar 24. september 2018 22:14 Rúnar var vel pirraður í kvöld. vísir/stöð2 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það áhyggjuefni hvernig leikmenn mæta til leiks en Stjarnan fékk skell gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. „Það gerist ekki neitt, það er vandamálið.“ sagði Rúnar aðspurður um það hvað gerðist í kvöld. „Þetta er lélegasta frammistaða sem ég hef séð mitt lið spila, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að minnka þetta niður í 7 mörk og klaufaskapur að hafa endað þetta þá í 16 mörkum, en bara ógeðslega lélegt frá A-Ö.“ „Við gáfum þeim aldrei leik, miðað við hvernig við mættum til leiks. Það stóð ekki steinn yfir steini. Menn gátu ekki gefið einföldustu sendingar milli manna, einföldustu leikkerfi virkuðu ekki." „Við vorum búnir að undirbúa það og vissum að þeir væru aggressívir og sterkir í vörn, en samt voru menn ekki viðstaddir.“ sagði Rúnar. Það vantaði lykilmenn í lið Stjörnunnar í dag, líkt og í síðustu leikjum. Ari Magnús Þorgeirsson, Egill Magnússon og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Það kemur maður í manns stað, þótt það vanti Ara Magnús, Egil og Bubba í markið þá var það ekki vandamálið heldur hvernig við mættum til leiks eftir að hafa undirbúið þennann leik alla vikuna.“ Rúnar talaði um það fyrir leiktíð að hann væri ánægður ef liðið væri búið að stilla sig saman fyrir áramót og virtist ekki búast við miklu í upphafi móts, þetta var þó ekki það sem hann bjóst við. „Ég bjóst meira við því að menn myndu standa meira í lappirnar, þetta er núna annar leikurinn af þremur þar sem menn eru gjörsamlega hauslausir." „Þetta veldur mér virkilegum áhyggjum og veit ég ekki hvort að tveir, þrír leikmenn séu að fara að bjarga því.“ sagði Rúnar að lokum. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Sjá meira
Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Stjörnunnar, segir það áhyggjuefni hvernig leikmenn mæta til leiks en Stjarnan fékk skell gegn Val í Olís-deild karla í kvöld. „Það gerist ekki neitt, það er vandamálið.“ sagði Rúnar aðspurður um það hvað gerðist í kvöld. „Þetta er lélegasta frammistaða sem ég hef séð mitt lið spila, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við náðum að minnka þetta niður í 7 mörk og klaufaskapur að hafa endað þetta þá í 16 mörkum, en bara ógeðslega lélegt frá A-Ö.“ „Við gáfum þeim aldrei leik, miðað við hvernig við mættum til leiks. Það stóð ekki steinn yfir steini. Menn gátu ekki gefið einföldustu sendingar milli manna, einföldustu leikkerfi virkuðu ekki." „Við vorum búnir að undirbúa það og vissum að þeir væru aggressívir og sterkir í vörn, en samt voru menn ekki viðstaddir.“ sagði Rúnar. Það vantaði lykilmenn í lið Stjörnunnar í dag, líkt og í síðustu leikjum. Ari Magnús Þorgeirsson, Egill Magnússon og markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson eru fjarri góðu gamni vegna meiðsla. „Það kemur maður í manns stað, þótt það vanti Ara Magnús, Egil og Bubba í markið þá var það ekki vandamálið heldur hvernig við mættum til leiks eftir að hafa undirbúið þennann leik alla vikuna.“ Rúnar talaði um það fyrir leiktíð að hann væri ánægður ef liðið væri búið að stilla sig saman fyrir áramót og virtist ekki búast við miklu í upphafi móts, þetta var þó ekki það sem hann bjóst við. „Ég bjóst meira við því að menn myndu standa meira í lappirnar, þetta er núna annar leikurinn af þremur þar sem menn eru gjörsamlega hauslausir." „Þetta veldur mér virkilegum áhyggjum og veit ég ekki hvort að tveir, þrír leikmenn séu að fara að bjarga því.“ sagði Rúnar að lokum.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00 Mest lesið Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Handbolti Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Enski boltinn „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Handbolti Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Handbolti Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Handbolti EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili Handbolti Fleiri fréttir Danir komnir í gang á EM EM í dag: Helgarpabbar og dvalarheimili „Það vantaði baráttuna“ Markamet slegið þegar Frakkar pökkuðu Portúgölum saman Haukur heill heilsu: „Þetta var svakalegt högg“ Valskonur sóttu sigur til Eyja í toppslagnum Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Anton og Jónas dæma mikilvægan leik hjá Alfreð Jói Berg vill draga úr auglýsingaflóðinu í kringum handboltann Besta sætið um Ómar: Væri búið að heyrast eitthvað ef þetta væri Aron eða Óli Sjáðu myndirnar: Beygðir en ekki brotnir á bóndadegi Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Skýrsla Vals: Ekki aftur Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Ungverjar með magnaða endurkomu en hvorugt náði Íslandi að stigum EM í dag: Ísland fer alltaf Krýsuvíkurleiðina „Náðum ekki að hjálpa markvörðunum okkar nóg“ „Þeir spila hægan bolta og reyna að svæfa mann“ „Þetta er klárlega högg“ Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn „Fannst við stýra leiknum vel og láta þetta fara í okkar átt“ „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Tölurnar á móti Króatíu: 15-1 fyrir Króata í mörkum með langskotum „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Þorsteinn inn en Andri og Elvar fyrir utan Myndir: Fjölskyldustemning í Fan Zone Elvar úr leik í átta vikur: „Hans verður sárt saknað“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 21-37 │Stjörnumenn niðurlægðir á heimavelli Sextán marka sigur Vals í Garðabæ í kvöld. Ótrúlegar tölur. 24. september 2018 21:00