Nýjasta ofurstjarna NFL-deildarinnar gisti í blokk í Mosfellsbæ fyrir ári síðan Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. september 2018 13:00 Hér má sjá parið hamingjusamt í hvalaskoðun. instagram-síða brittany matthews Nafnið sem er á allra vörum í NFL-deildinni í dag er Patrick Mahomes. Hann hefur byrjað tímabilið af lygilegum krafti og hefur þegar slegið nokkur glæsileg met. Mahomes er leikstjórnandi hjá Kansas City Chiefs sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni og skorað í þeim leikjum tæp 40 stig að meðaltali.Slær Manning og Brady ref fyrir rass Mahomes er sá fyrsti í sögunni sem nær því að gefa tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Í gær komst hann í þrettán í fyrstu þremur leikjunum og sló þar með met Peyton Manning. Tom Brady á best ellefu snertimörk. Þetta eru engar smá goðsagnir sem hann er að skáka. Unnusta Mahomes, Brittany Matthews, kom til Íslands síðasta sumar til þess að spila með Afturelding/Fram í 2. deild kvenna. Hún spilaði fimm leiki fyrir liðið og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Er hún kom til landsins kom Mahomes með henni. Þau gistu heima hjá Sigurbjarti Sigurjónssyni, sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna og unnusta hans spilaði með liðinu.Smá kelerí á Úlfarsfellinu.instagram-síða brittany matthewsVissi ekkert hver þetta var „Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var er hann kom hingað,“ segir Sigurbjartur og skellihlær er hann rifjar upp síðasta sumar. „Hann var með henni hér í tíu daga að skoða landið. Okkur grunaði ekki að hann væri einhver stjarna. Þau voru oft að spyrja hvert þau gætu farið að borða og við bentum alltaf á millidýra staði því við héldum að þau ættu ekkert allt of mikinn pening.“ Mahomes var valinn tíundi í nýliðavali NFL-deildarinnar í lok apríl í fyrra og er hann kom til Íslands var hann nánast búinn að ganga frá samningi við Chiefs. Sá samningur hljóðar upp á 1,8 milljarða króna og fékk Mahomes 1,1 milljarð króna við undirskrift. Hann hafði því efni á meira en kók og pylsu. „Við vissum það daginn sem hann fór út að hann væri milljarðamæringur. Þá var ég að fara að henda honum út á flugvöll. Við grínumst stundum með það að hann hefði getað keypt alla blokkina, kveikt í henni og ekki fundið fyrir því. Hann fékk að búa frítt hjá mér og hafði gaman af því. Honum fannst þetta geggjað,“ segir Sigurbjartur og hlær en Mahomes og Matthews bjuggu í einu herbergi á heimili Sigurbjarts og unnustu hans. „Ég skildi ekki alltaf hvað hann var að gera með svaka möppu sem hann var sífellt að glugga í. Þá var hann auðvitað að fara yfir öll kerfin og undirbúa sig fyrir tímabilið.“Að sjálfsögðu fór Mahomes í Bláa lónið.instagram-síða brittany matthewsViðkunnalegir Íslandsvinir Sigurbjartur segir að Mahomes hafi verið mjög viðkunnalegur náungi og laus við alla stjörnustæla. „Við erum enn í smá sambandi við hana og hver veit nema við förum út á leik. Nú er komið að þeim að leyfa okkur að gista,“ segir Sigurbjartur léttur. Mahomes vildi æfa sig á Íslandi og hafði hug á því að mæta á æfingu með Einherjum en það náðist ekki. Því miður fyrir Einherja. Unnustan fékk aftur á móti ekki nýjan samning í Mosfellsbænum eftir leikina fimm sem hún náði að spila hér á landi. „Hún var ekkert besti leikmaðurinn þó svo hún væri fín stelpa. Við vorum að spá í hana fyrir sumarið núna en ákváðum að skoða hana í fyrra. Hún var bara ekki nógu öflug fyrir Inkasso-deildina hér heima þannig að við ákváðum að semja ekki við hana.“ Hér má svo sjá Instagram-síðu Brittany þar sem meðal annars má finna fleiri myndir úr Íslandsför hennar. NFL Tengdar fréttir Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00 Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Nafnið sem er á allra vörum í NFL-deildinni í dag er Patrick Mahomes. Hann hefur byrjað tímabilið af lygilegum krafti og hefur þegar slegið nokkur glæsileg met. Mahomes er leikstjórnandi hjá Kansas City Chiefs sem hefur unnið alla þrjá leiki sína í deildinni og skorað í þeim leikjum tæp 40 stig að meðaltali.Slær Manning og Brady ref fyrir rass Mahomes er sá fyrsti í sögunni sem nær því að gefa tíu snertimarkssendingar í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins. Í gær komst hann í þrettán í fyrstu þremur leikjunum og sló þar með met Peyton Manning. Tom Brady á best ellefu snertimörk. Þetta eru engar smá goðsagnir sem hann er að skáka. Unnusta Mahomes, Brittany Matthews, kom til Íslands síðasta sumar til þess að spila með Afturelding/Fram í 2. deild kvenna. Hún spilaði fimm leiki fyrir liðið og skoraði í þeim leikjum tvö mörk. Er hún kom til landsins kom Mahomes með henni. Þau gistu heima hjá Sigurbjarti Sigurjónssyni, sem er formaður meistaraflokksráðs kvenna og unnusta hans spilaði með liðinu.Smá kelerí á Úlfarsfellinu.instagram-síða brittany matthewsVissi ekkert hver þetta var „Ég hafði ekki hugmynd um hver þetta var er hann kom hingað,“ segir Sigurbjartur og skellihlær er hann rifjar upp síðasta sumar. „Hann var með henni hér í tíu daga að skoða landið. Okkur grunaði ekki að hann væri einhver stjarna. Þau voru oft að spyrja hvert þau gætu farið að borða og við bentum alltaf á millidýra staði því við héldum að þau ættu ekkert allt of mikinn pening.“ Mahomes var valinn tíundi í nýliðavali NFL-deildarinnar í lok apríl í fyrra og er hann kom til Íslands var hann nánast búinn að ganga frá samningi við Chiefs. Sá samningur hljóðar upp á 1,8 milljarða króna og fékk Mahomes 1,1 milljarð króna við undirskrift. Hann hafði því efni á meira en kók og pylsu. „Við vissum það daginn sem hann fór út að hann væri milljarðamæringur. Þá var ég að fara að henda honum út á flugvöll. Við grínumst stundum með það að hann hefði getað keypt alla blokkina, kveikt í henni og ekki fundið fyrir því. Hann fékk að búa frítt hjá mér og hafði gaman af því. Honum fannst þetta geggjað,“ segir Sigurbjartur og hlær en Mahomes og Matthews bjuggu í einu herbergi á heimili Sigurbjarts og unnustu hans. „Ég skildi ekki alltaf hvað hann var að gera með svaka möppu sem hann var sífellt að glugga í. Þá var hann auðvitað að fara yfir öll kerfin og undirbúa sig fyrir tímabilið.“Að sjálfsögðu fór Mahomes í Bláa lónið.instagram-síða brittany matthewsViðkunnalegir Íslandsvinir Sigurbjartur segir að Mahomes hafi verið mjög viðkunnalegur náungi og laus við alla stjörnustæla. „Við erum enn í smá sambandi við hana og hver veit nema við förum út á leik. Nú er komið að þeim að leyfa okkur að gista,“ segir Sigurbjartur léttur. Mahomes vildi æfa sig á Íslandi og hafði hug á því að mæta á æfingu með Einherjum en það náðist ekki. Því miður fyrir Einherja. Unnustan fékk aftur á móti ekki nýjan samning í Mosfellsbænum eftir leikina fimm sem hún náði að spila hér á landi. „Hún var ekkert besti leikmaðurinn þó svo hún væri fín stelpa. Við vorum að spá í hana fyrir sumarið núna en ákváðum að skoða hana í fyrra. Hún var bara ekki nógu öflug fyrir Inkasso-deildina hér heima þannig að við ákváðum að semja ekki við hana.“ Hér má svo sjá Instagram-síðu Brittany þar sem meðal annars má finna fleiri myndir úr Íslandsför hennar.
NFL Tengdar fréttir Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00 Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30 Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
Mahomes sló met Manning | New England tapaði aftur Það var enginn skortur á óvæntum úrslitum í NFL-deildinni í gær og undrabarnið Patrick Mahomes heldur áfram að skrifa söguna upp á nýtt. 24. september 2018 10:00
Hvað er að gerast í Kansas City? | Brady fékk á baukinn Besta liðið í upphafi leiktíðar í NFL-deildinni er lið Kansas City Chiefs sem er algjörlega óstöðvandi. Liðið skoraði 42 stig gegn Pittsburgh í nótt. 17. september 2018 07:30