„Það verður að stöðva hann“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. september 2018 16:59 Erna Ómarsdóttir er ein þeirra sem skrifar undir bréfið þar sem Jan Fabre er sakaður um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun í garð starfsmanna sinna. Vísir/GVA Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“ MeToo Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Erna Ómarsdóttir, dansari og listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins, er meðal þeirra sem sakað hafa belgíska listamógúlinn Jan Fabre, stofnanda Troubleyn-leikhússins og eitt stærsta nafn belgíska listaheimsins, um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Þetta kemur fram í umfjöllun New York Times um málið, en þar er Erna einmitt til viðtals. Erna gekk til liðs við Troubleyn-leikhúsið í Antwerp árið 1998 þegar hún var rétt rúmlega tvítug. Hún er í hópi átta fyrrum starfsmanna Fabre sem skrifað hafa undir opið bréf þar sem ásakanirnar koma fram. Auk þeirra eru 12 ónafngreindir einstaklingar sem studdu birtingu bréfsins. Í viðtalinu við New York Times lýsir Erna því hvernig háðsglósur og svívirðingar voru daglegt brauð í leikhúsinu, en fólk hafi einfaldlega vanist þeim og það að vera kölluð feit eða heimsk hafi verið orðinn venjulegur hluti af vinnudegi dansara. Þá segist Erna hafa notið þess að vinna fyrir Fabre í fyrstu, en það hafi skjótt breyst eftir vægast sagt vonda upplifun. Fabre kallaði hana þá á skrifstofu sína og bað hana að sitja fyrir í einstaklingsmyndatöku fyrir sig, þar sem hún myndi stunda sjálfsfróun á meðan hann myndaði augu hennar. „Ég þorði ekki að segja nei. Maður vissi að ef maður segði nei við einhverju svona þá hefði það áhrif á stöðu manns innan fyrirtækisins. Hann hafði lag á því að tala við mann: „Þú þarft ekki að gera þetta. Það eru margir sem tækju þessu tilboði fagnandi.““ Erna lýsir því þegar hún mætti heim til Fabre þar sem hann var staddur, einsamall. Hann gaf henni vín og reyndi seinna um kvöldið að gefa henni kókaín, en hún hafi neitað, þar sem hún hefði aldrei neytt eiturlyfja áður. Hann hafi þó gengið á hana og loks hafi hún gefið eftir. „Ég var mjög drukkin og frekar ringluð, þannig að ég gerði hluti sem ég hefði annars aldrei gert.“ Eftir myndatökuna borgaði Fabre henni í reiðufé og sýndi henni nokkrar af myndunum. Í kjölfarið þrýsti Fabre mikið á Ernu um að hitta sig og hún neitaði í fyrstu. Loks gaf hún þó undan, en í viðtalinu vill hún ekki gefa upp hvað fór þeirra á milli á þeim fundi þeirra. Erna segir að ástæða þess að hún sé nú að tjá sig um það sem hún hefur upplifað sé að hún sé að uppfylla skyldur sínar gagnvart öðrum dönsurum. „Þörfin til þess að tala um þetta er sterk, þar sem það verður að stöðva hann.“
MeToo Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira