Telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. september 2018 20:15 Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“ Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Byggðaráð Borgarbyggðar lagðist gegn því að Innri endurskoðun Orkuveitu Reykjavíkur yrði lögð niður og endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar tæki við. Fyrrverandi áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar telur óeðlilegt að innri endurskoðun borgarinnar geri úttekt á starfsháttum fyrirtækisins þar sem hún hefur séð um endurskoðun innan Orkuveitunnar síðustu níu mánuði. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað í þessari viku að fela innri endurskoðun Reykjavíkurborgar að gera úttekt á vinnustaðarmenningu innan Orkuveitunnar. Frá árinu 2006 og þar til um síðustu áramót var hins vegar innri endurskoðun innan Orkuveitunnar. Samkvæmt fundargerðum stjórnar Orkuveitunnar gerði hún reglulega grein fyrir störfum sínum á stjórnarfundum en meðal þeirra má sjá að í september í fyrra fór hún yfr stöðu ábendinga og í lok nóvember bað hún um aðgang að kerfum sem nauðsynlegur væri fyrir starfsemi innri endurskoðunar. Í lok síðasta árs var hins vegar ákveðið að leggja hana af og setja í hendurnar á innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. Stjórnarmaður í sveitastjórn Borgarbyggðar var áheyrnafulltrúi í stjórn Orkuveitunnar af og til frá árinu 2007. Hann segir að sveitarfélagið hafi tekið illa í að leggja innri endurskoðun Orkuveitunnar niður innan fyrirtækisins. „Í stuttu máli snerist það um það að ég hafi vakið athygli stjórnar á þeirri afstöðu minni og okkar í Borgarbyggð að við teldum eðlilegt að það væri sérstök innri endurskoðunarnefnd fyrir þetta stóra fyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur. Það væri ekki innri endurskoðun eins eigandans þó að Reykjavíkuborg sé langstærsti eigandinn í Orkuveitunni. Við töldum það óeðlilegt að þetta væri tekið inn í þá einingu,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson, fyrrverandi áheyrnarfulltrúi í stjórn OR. Hann segist aldrei hafa séð neitt sem gaf til kynna að það þyrfti að leggja innri endurskoðun innan fyrirtækisins af. „Ég upplifði aldrei neina slíka stöðu,“ segir Björn Bjarki. Björn Bjarki veltir fyrir sér hvort eðlilegt sé að úttektin á starfsháttum innan fyrirtækisins eigi að vera í höndum innri endurskoðun Reykjavíkurborgar. „Það er mitt enn að það sé eðlilegt að sé sérstakur aðili, og þá utanaðkomandi aðili, sem myndi fara yfir þetta.“
Borgarstjórn Tengdar fréttir Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00 Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25 Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Sjá meira
Ólga meðal starfsfólks Orkuveitu Reykjavíkur Starfsmannafundur var haldinn í OR í gær vegna þeirrar stöðu sem komin er upp innanhúss. Svör starfsmannastjóra við spurningum vöktu furðu starfsfólks. 18. september 2018 06:00
Úttekt gerð á vinnustaðamenningu OR: Borgarfulltrúi segist hafa upplýsingar um fleiri atvik Undirbúningur úttektar hafinn. 17. september 2018 20:25
Vilja úttekt á vinnustaðamenningu hjá fyrirtækjum og stofnunum í borginni Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, segir að borgarfulltrúar hafi fengið ábendingar um slæma vinnustaðamenningu hjá stofnunum Reykjavíkurborgar. 22. september 2018 13:34